12.02.2015
Árshátíð skólans fór mjög vel fram og voru allar sýningar vel sóttar. Myndir voru teknar af öllum sýningum og á
böllunum líka. Þær myndir má
finna hér, þær bætast við fljótlega eftir að hverri
sýningu lýkur.
Lesa meira
10.02.2015
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að framundan er árshátíð Síðuskóla. Dagarnir 12. og 13. febrúar
verða vonandi fullir af gleði og skemmtun fyrir alla sem að árshátíðunum koma. Athugið að hefðbundið skólastarf fellur niður
þessa daga en nemendur mæta á sínar sýningar og árshátíð hvers stigs. Ákveðnir bekkir taka þátt í
undirbúningi og mæta á fimmtudagsmorgni.
Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um kostnað á árshátíðinni.
Kaffihlaðborðið víðfræga verður á sínum stað og kostar kr. 1.000 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn á
grunnskólaaldri.
Árshátíð 1.-4. bekk enginn aðgangseyrir.
Árshátíð 5.-7. bekk kr. 500 á ballið.
Árshátíð 8.-10. bekk kr. 1.000 á ballið.
Sjoppan verður opin og verð á sælgæti er:
Bland í poka 150 kr.
Sleikjó 50 kr.
Mars 150 kr.
KitKat 150 kr.
Þristur 100 kr.
Refreshers 100 kr.
Svali 100 kr.
Gosdós 200 kr.
Kristall og Mix 250 kr.
Lesa meira
09.02.2015
Hér má sjá skipulag á sýningum á árshátíð Síðuskóla 2015,
þar kemur fram að foreldrasýningar eru á fimmtudag og föstudag. Vinsamlegast farið yfir til að sjá hvenær ykkar börn eru að sýna og
hvenær þau eru á sinni árshátíð.
Lesa meira
06.02.2015
Nemendur og kennarar í 7. bekk er komnir til baka eftir vel heppnaða dvöl að Reykjum í Hrútafirði.
Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.
Lesa meira
03.02.2015
Hér má finna nýútkomið fréttabréf Síðuskóla, bréf 7, 01.02.2015.
Lesa meira
02.02.2015
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í árlega heimsókn til nemenda í 10. bekk í morgun.
Hann ræddi við unglingana um lífið og tilveruna og að hver og einn væri ábyrgur fyrir því að gera sitt besta úr sínu
lífi. Á myndunum má sjá áhugasama nemendur fylgjast með fyrirlestrinum.
Lesa meira
02.02.2015
Í morgun lögðu glaðir og reifir 7. bekkingar af stað í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í vikunni munu
nemendur m.a. fara að Bjargi í Miðfirði á fæðingarstað Grettis ,,sterka" Ásmundssonar. Þar er nemendum sögð sagan og þeir
fá innsýn í starf bóndans á Bjargi. Aðrir dagskrárliðir eru að mestu óbreyttir en nú er samkennsla í
náttúrufræði og stöðvaleik þar sem nemendur fá fræðslu um fjöruna og Reykjatangann, þ.e. um Héraðsskólann,
hersetuna, heita vatnið og margt fleira. Þessi fræðsla fer fram bæði inni og úti eins og heimsóknin að Bjargi.
Við óskum krökkunum ánægjulegrar dvalar í Reykjaskóla og hlökkum til að sjá
þá aftur n.k. föstudag um fjögurleytið.
Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar
þegar krakkarnir voru að koma sér af stað í myrkrinu í morgun.
Lesa meira
29.01.2015
9. bekkur fékk í dag góða gesti í
lífsleikni. Þar voru á ferðinni Lísa Björk Gunnarsdóttir læknaritari og Eggert Sæmundsson flugmaður. Erindi
þeirra var að kynna nám sitt og starf og tengist það náms- og starfsfræðslu sem námsráðgjafi hefur veg og vanda að í
samráði við umsjónarkennara.
Nemendur voru að vanda áhugasamir og spurðu heilmikið enda
áhugaverð störf, sjá myndir hér.
Lesa meira
25.01.2015
Í vetur hefur nemandi í 9. bekk verið að vinna í að endunýta gamla hluti. Hann tók sig
til og smíðaði bókahillur úr vörubrettum og hengdi upp í leskrók sérdeildar. Þessar hillur koma vel út og nú þegar
hefur verið óskað eftir margskonar hillum í fleiri kennslustofur.
Lesa meira
22.01.2015
Góð þátttaka hefur verið á öðruvísi dögum hjá bæði nemendum og starfsfólki skólans. Margar myndir hafa verið
teknar og greinilegt að svona tilbreytingu fylgir gleði og ánægja, myndirnar má sjá hér.
Lesa meira