ÍSAT

Sýning í 1. bekk

Síðustu vikur hafa nemendur í 1. bekk fræðst um húsdýrin. Í morgun buðu þeir foreldrum í heimsókn og sýndu þeim afrakstur vinnunnar. Krakkarnir sögðu dótasögu, sungu og sýndu ýmis flott verkefni sem þeir hafa unnið.    Hér má sjá myndir
Lesa meira

Svíþjóðarfarar

Í dag héldu 15 nemendur  af unglingastigi ásamt þremur kennurum til Svíþjóðar, n.t.t. til  Södertörns Friskola sem er staðsettur rétt fyrir utan Stokkhólm. Verið er  að endurgjalda heimsókn sænskra nemenda  til okkar í nóvember sl. Fréttir af ferðinni munu birtast á heimasíðunni næstu daga.  Hér má sjá myndir af flestum ferðalöngunum. 
Lesa meira

Matarsóun og söngsalur

Síðstliðinn föstudag var  tilkynnt um úrslit í keppninni um að minnka matarsóun. Þeir sem sóuðu minnstum mat í skólanum voru nemendur í 1. bekk. Í öðru sæti var 10. bekkur og í 3. sæti var 2. bekkur. 1. bekkur fékk í verðlaun popp, svala og að horfa á bíómynd.  Eftir þetta var söngsalur í boði nemendaráðs þar sem allir sungu saman ýmis þekkt íslensk lög.  Myndir má sjá hér. 
Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla á sunnudag

Vorhátíð Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla verður haldin sunnudaginn 10. maí næstkomandi kl. 14:00 – 16:00. Nemendur í verðandi 1. bekk eru boðnir sérstaklega velkomnir en hér eru nánari upplýsingar til þeirra. Þarna verður hin vinsæla tombóla (kr. 100.- miðinn), kaffi og kökur. Einnig verða grillaðar pylsur í innigarðinum. Hoppukastali verður á staðnum og boðið verður upp á andlitsmálun. Andlitsmálunin mun byrja snemma svo þú getir látið mála þig áður en hátíðin sjálf byrjar. Kaffihlaðborð: Fullorðnir kr. 500, börn 6-16 ára kr. 250, börn 0-5 ára frítt, safi kr. 50 Grill og fleira: Pylsa og safi kr. 150, popp og safi kr. 150 PS: við erum EKKI með posa Vonumst til að sjá sem flesta Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla
Lesa meira

Kynningar og kökur í 5. bekk

Það var fjölmennt í 5. bekkjarstofunum í morgun þar sem nemendur kynntu söguverkefni fyrir foreldrum sínum. Nemendur voru með glærusýningar og fréttabréf. Í lokin var svo slegið upp dýrindis kökuveislu og allir fóru glaðir og mettir heim. Myndir frá kynningunni.
Lesa meira

Tilvonandi 1. bekkingar í heimsókn

Í dag komu glaðbeittir og spenntir tilvonandi 1. bekkingar í heimsókn í fylgd með foreldrum. Þeir hittu verðandi kennara sína þær Önnu Sigrúnu Rafnsdóttur og Margréti Bergmann Tómasdóttur í skólastofu. Á meðan hlýddu foreldrarnir á kynningu á skólanum hjá Ólöfu skólastjóra og fleirum á sal skólans. Sjá hér myndir frá móttökunni. 
Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna voru afhent í Borgarbókasafninu í Grófinni sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl. Verðlaunin eru afhent einu sinni á ári og öll börn á landinu geta tekið þátt í valinu. Þær bækur hljóta verðlaunin sem fá flest atkvæði, svo einfalt er það. Þá eru nokkrir krakkar, sem taka þátt í kjörinu, valdir af handahófi og hljóta viðurkenningu fyrir. Í ár eru það bækurnar Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson (Forlagið gaf út) og Dagbók Kidda klaufa: Kaldur vetur eftir Jeff Kinney (Tindur gaf út), í þýðingu Helga Jónssonar, sem hljóta verðlaunin. Þeir Ævar og Helgi tóku á móti verðlaununum og hittu nokkra af krökkunum sem fengu viðurkenningu í ár.  Á Akureyri og nágrenni var einn nemandi í hverjum grunnskóla dreginn út. Í Síðuskóla var sá heppni Elvar Máni Ólafsson í 6. bekk og fékk hann í verðlaun bestu íslensku barnabókina að mati nemenda, Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Úrslit á Norðurlandi eru aftirfarandi  1.     Þín eigin þjóðsaga 149 atkvæði 2.     Gula spjaldið í Gautaborg   141 atkvæði  3.     Dagbók Kidda klaufa 6  107 atkvæði 4.     Rottuborgari    77 atkvæði 5.     Hjálp      75 atkvæði 6.     Fjörfræðibók Sveppa    73 atkvæði 7.     Vísindabók Villa 2    68 atkvæði 8.     Skrifað í stjörnurnar    67 atkvæði 9.     Paddington  65 atkvæði 10.  Fótboltaspurningar   44 atkvæði Fjöldi skóla sem tók þátt var 6 og einnig tóku gestir Amstbókasafnsins á Akureyri þátt. Fjöldi nemenda sem tóku þátt var 626. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Foreldraverðlaun 2015

Heimili og skóli óska eftir tilnefningum til foreldraverðlauna 2015. Hér má lesa nánar um verðlaunin. Tilnefningar óskast fyrir 6. maí 2015.
Lesa meira

Skólahreysti

Áfram Síðuskóli! Í morgun lögðu bæði keppnislið og stuðningsmenn af stað suður í úrslitakeppnina í skólahreysti. Þeir nemendur sem öttu kappi fyrir hönd Síðuskóla þau Elmar, Ágústa, Hrund og Snævar stóðu sig með prýði. Við í Síðuskóla megum vera stolt af þessum flottu krökkum sem lagt hafa mikið á sig við æfingar síðustu vikur. Skólinn endaði i 8. sæti í úrslitakeppni á landsvísu sem er glæsilegur árangur. Til hamingju Síðuskóli!
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Á morgun 23. apríl er sumardagurinn fyrsti og óskar starfsfólk Síðuskóla nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumar.
Lesa meira