ÍSAT

Náttúrufræði 9. bekkur

Nemendur í 9. bekk eru um þessar mundir að kynna niðurstöður tilrauna sem þeir hafa unnið að. Hér má sjá nokkrar myndir úr kynningunum.
Lesa meira

Könnun jafnréttisnefndar

Í nýliðnum foreldraviðtölum stóð jafnréttisnefnd Síðuskóla fyrir könnun. Umsjónarkennarar skráðu hjá sér hverjir komu með nemendum í viðtölin. Þetta var gert til að kanna kynjahlutföll forráðamanna  sem komu með nemendum.  Niðurstöður eru eftirfarandi:   Í 51% viðtala mættu eingöngu mæður.  Í 43% viðtala mættu báðir foreldrar.  Í 6% tilvika mættu eingöngu feður.  Þetta merkir að í 94% tilfella mættu mæður en í 49% tilfella mættu feður. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun á þessum tölum á næstu árum.
Lesa meira

Fjör á söngsal

Í morgun mættu allir nemendur skólans á sal. Ólöf skólastjóri byrjaði daginn með því að þakka keppendum í Stóru upplestrarkeppninni fyrir góða frammistöðu í lokakeppninni sem fór fram í MA s.l. miðvikudag. Þá fengu keppendur í Skólahreysti 2015 rós fyrir feikna góða frammistöðu í Akureyrarriðlinum sem þau unnu. Að lokum brýndu allir raustina og sungu saman gömul og ný Evrovision lög undir stjórn Jörundar formanns nemendaráðs. Myndir frá söngsal.
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Fimmtudaginn 12. mars var útivistardagur í Hlíðarfjalli. Nemendur og starfsfólk skólans fjölmenntu í fjallið og renndu sér á skíðum, brettum, sleðum og þotum eða léku sér í góða veðrinu á annan hátt. Dagurinn var hinn ánægjulegasti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri haldin í hátíðarsal Menntaskólans á Akureyri. Fulltrúar Síðuskóla, þau Birgitta Rún Steingrímsdóttir og Róbert Orri Gautason stóðu sig með prýði eins og allir keppendur. Tónlistaratriði frá nemendum Tónlistaskólans settu hátíðlegan svip á dagskrána.  Hér má sjá myndir frá keppninni.
Lesa meira

Síðuskóli sigraði Skólahreysti

Í dag sigraði lið Síðuskóla Akureyrarriðilinn í Skólahreysti 2015. Þetta er þriðja árið í röð sem Síðuskóli vinnur þennan titil. Við í Síðuskóla megum vera ákaflega stolt af þessum duglegu og flottu krökkum og samgleðjumst þeim innilega með árangurinn í dag. Hér má sjá fleiri myndir úr keppninni og enn fleiri myndir hér.
Lesa meira

Úrslit í Skólahreysti - Akureyrarriðill

Úrslit í Norðurlandsriðli í Skólahreysti fara fram miðvikudaginn 11. mars í íþróttahöllinni og hefst keppnin kl. 13:00.  Fyrir hönd Síðuskóla keppa Helga Klemenzdóttir, Snævar Atli Halldórsson, Hrund Nilima  Birgisdóttir, Sævar Þór Fylkisson, Ágústa Dröfn Pétursdóttir og Elmar Blær Hlynsson. Snævar og Hrund keppa í hraðabraut, Ágústa í armbeygjum og hreystigreip og Elmar í upphífingum og dýfum. Helga og Sævar eru svo varamenn.
Lesa meira

Samvinna

Nemendur í 1. bekk heimsóttu nemendur í 5. bekk og áttu gæðastund með þeim. Eldri nemendurnir lásu fyrir þá yngri og var ánægjulegt að sjá hvað hóparnir virkuðu vel saman. Allir virtust njóta þess vel að hittast og kynnast og efla vináttuna. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í dag var stóra upplestrarhátíðin í Síðuskóla. Níu fulltrúar nemenda úr 7. bekk lásu kafla úr sögu og ljóð fyrir samnemendur í 7. bekk, 6. bekk og foreldra. Þarna voru valdir tveir nemendur, Róbert Orri Gautason og Birgitta Rún Steingrímsdóttir og einn til vara, Viktor Már Árnason.  Þau verða fulltrúar Síðuskóla í aðalkeppninni á Akureyri sem haldin verður þann 11. mars næstkomandi í hátíðarsal Menntaskólans á Akureyri að Hólum. Hér má sjá myndir frá keppninni.
Lesa meira

100 miða leikur

Í dag var tilkynnt um úrslit í 100 miða leiknum. Það var ein lína, eða 10 krakkar dregnir út úr 100 miða töflunni. Því miður var einn nemandi af þeim sem dregnir voru út veikur í dag en viðkomandi fær í staðinn glaðning í næstu viku. Þessir flottu krakkar fóru með stjórnendum í Ísbúð Akureyrar og fengu ís í viðurkenningarskyni.
Lesa meira