ÍSAT

Á Degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu söfnuðust 9. bekkingar á Akureyri í Síðuskóli. Þar fluttu nemendur mörg skemmtileg atriði þar sem lögð var áhersla á íslenska tungu.  Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Loftslagsáskorunin

Síðastliðinn þriðjudag var námsgátt Lofslagsáskorunarinnar opnuð hér í Síðuskóla að viðstöddu fjölmenni. Loftslagsáskorunin er grunnhugmynd fyrir kennslu um loftslag, orku og sjálfbæra þróun sem byggist á leik og er þróuð fyrir 12-14 ára grunnskólanema á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er að tryggja kennurum sveigjanleika og aðgang að faglega traustu efni. Um leið er lögð áhersla á virka þátttöku nemendanna.   Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri hélt ræðu og sagðist m.a. vera stolt af því að Síðuskóli hefði verið valinn til að ýta þessu verkefni úr vör og vera fyrsti skólinn til að skrá sig í áskorunina. Sóley Brattberg Gunnarsdóttir, náttúrufræðingur Síðuskóla 2014, flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri steig á stokk og hvatti nemendur og starfsfólk til góðra verka. Tveir nemendur úr 10. bekk, þau Sigurður Orri Hjaltason og Lísbet Perla Gestsdóttir fluttu ávörp og að lokum gerðu þau, Elva Ósk Gylfadóttir og Thomas Mikkelsen verkefnastjórar, grein fyrir Loftslagsáskoruninni og opnuðu dyr verkefnisins fyrir grunnskólum allra Norðurlandanna.  Að lokum fengu gestir að gæða sér á kræsingum úr héraði sem þær Erna heimilisfræði-kennari, Hulda matráður og nemendur áttu veg og vanda af og eiga þau öll mikið lof skilið fyrir það sem fram var reitt. Þetta var á allan hátt góður og gleðilegur dagur fyrir nemendur og starfsfólk Síðuskóla og hér má sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni. Nánari upplýsingar er að finna á kynningarsíðu um samstarf Norðurlandanna en hér er sjálfur kennsluvefurinn. Fjölmiðlar sýndu málinu áhuga og hafa birst fréttir af hinum ýmsu miðlum meðal annars á N4.
Lesa meira

Við hvetjum til lesturs

Það er allskonar lestrarátak og lestraráskorun í gangi í Síðuskóla og víðar. Þann 1. október hófst lestrarátak Ævars vísindamanns, en það er fyrir 1.- 7. bekk um allt land. Þetta átak stendur yfir til 1. febrúar þannig að það er nógur tími ennþá til að taka þátt. Fyrir hverjar 3 bækur sem nemandi les getur hann sent inn miða og verður dregið úr öllum miðum 5. febrúar 2015. Hægt er að skila miðum í kassa við bókasafn Síðuskóla. Þeir sem verða dregnar út verða persónur í næstu bók Ævars vísindamanns, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík. Sjá nánar á heimasíðu Ævars. 17. október fór síðan af stað átakið Allir lesa - landsleikur í lestri. Það er fyrir alla landsmenn og fyrirkomulagið svipað og í keppninni Hjólað í vinnuna. Heimasíða Allir lesa.   Það eru allir hvattir til að taka þátt í lestrinum.  Hægt er að skrá sömu bækur í bæði átökin, en í átakinu Allir lesa er það spurning um hversu miklum tíma er varið í lestur.
Lesa meira

Loftslagsáskorun

Þriðjudaginn 11. nóvember verður opnunarviðburður, í tilefni af Loftslagsáskorun Norrænu ráðherranefndarinnar, haldinn í sal Síðuskóla klukkan 14-16. Meira hér.
Lesa meira

Á skautum í Skautahöllinni

Síðuskóla boðið á skauta. Sara Smiley, sem er kanadískur kennaranemi í Síðuskóla, er þjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar. Hún hafði milligöngu um það að nemendum Síðuskóla var boðið í heimsókn miðvikudaginn 5. nóv. og mánudaginn 10. nóvember.  Það ríkti mikil gleði og kátína á skautunum, eins og sjá má á þessum myndum.
Lesa meira

Leitin að Karamellukrukkunni

Grenndargralið er ratleikur þar sem takmark þátttakenda er að finna bikar, hið svokallaða Grenndargral, sem búið er að koma fyrir á vissum stað á Akureyri. Leitin að Gralinu tekur 10 vikur og hún fer þannig fram að nemendur, ýmist einir eða tveir saman, fá eina þraut til lausnar í viku hverri sem tengist sögu eða menningu Akureyrar og/eða Eyjafjarðar. Leitin að Karamellukrukkunni er hluti af Leitinni að Grenndargralinu.   Það voru þær Eygló Ástþórsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir úr Síðuskóla sem fundu krukkuna í þetta sinn.  Þær voru ekki nema 15 mínútur að því sem er nýtt met. Krakkarnir fengu vísbendingu sem var nokkurs konar fjársjóðskorts og vísaði að lokum að lítilli trjáhríslu ofan við Nonnastein. Þetta var glæsilegur árangur hjá Eygló, Soffíu og aðstoðarfólki þeirra. Nú vonum við að nemendur Síðuskóla verði jafn kappsamir þegar kapphlaupið um sjálft Grenndargralið fer fram. Nánari upplýsingar um Grenndargralið má finna á vefslóðinni www.grenndargral.is
Lesa meira

Mikil mengun utandyra í dag

Í dag mælist umtalsverð mengun á Akureyri vegna eldgossins í Holuhrauni. Ekki er um hættuástand að ræða en talið óhollt að vera utandyra. Við höfum þess vegna okkar nemendur innandyra í frímínútum í dag. Hægt er að fylgjast með mengunarmæli á Akureyri hér.
Lesa meira

Námskeið hjá ADHD samtökunum

Laugardagana 1. nóvember og 8. nóvember verða ADHD samtökin með fræðslunámskeið fyrir foreldra. Nánari upplýsingar og skráning er á vef ADHD samtakanna, www.adhd.is.
Lesa meira

Ball, ball, ball

Miðvikudaginn 29. október verða haldin Hrekkjavökuböll fyrir, annars vegar 1. - 2. bekk klukkan 16:00-17:30 og hins vegar 3. - 4. bekk klukkan 18:00-19:30. Fimmtudaginn 30. október verður svo Hrekkjavökuball fyrir 5. - 7. bekk klukkan 18:00-20:00. Böllin eru á vegum 10. bekkjar og eru liður í söfnun fyrir vorferðalag árgangsins. Það kostar 300 krónur inn á ballið fyrir 1. - 2. bekk en 400 krónur á hin böllin. Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn. Verðlisti í sjoppu: Bland í poka 150 krónur, Svali 100 krónur, ýmis sælgætisstykki 50-150 krónur og á ballinu fyrir 5. - 7. bekk verður selt gos á 200 krónur. Á staðnum verður draugahús og spákona. Hlökkum til að sjá ykkur 10. bekkingar
Lesa meira

Jól í skókassa

Líkt og á síðasta ári tekur 7. bekkur þátt í verkefninu JÓL Í SKÓKASSA ásamt umsjónarkennurum sínum. Pakkarnir verða sendir til Úkraínu til barna sem búa við slæm skilyrði. Í verkefninu safna nemendur í skókassa, sem jólapappír er settur utan um,  gjöfum handa stelpu eða strák á ákveðnum aldri. Krakkarnir mega koma með dót að heiman, fara á Herinn, Fjölsmiðjuna eða Rauða krossinn og kaupa nytsamlega hluti. Hér má sjá meira um verkefnið og myndir frá síðasta ári þegar 7. bekkur tók þátt í þessu verkefni.  
Lesa meira