ÍSAT

Öðruvísi dagar

Vikuna 19. - 23. janúar stendur nemendaráð fyrir ,,öðruvísi dögum". Þá hvetjum við nemendur og starfsfólk til að leggja mismunandi áherslur í klæðaburði hvern dag. Hægt er að sjá alla dagana á dagatalinu, hér til hægri, en þeir eru: Mánudagur: Íþróttaföt Þriðjudagur: Bangsadagur Miðvikudagur: Gulur dagur Fimmtudagur: Búningadagur Föstudagur: Spariföt Við vonum að sem flestir taki þátt :)
Lesa meira

15.000 miða hátíð í Síðuskóla

Mjög gaman var í morgun þegar allir nemendur og starfsfólk skólans safnaðist inn í íþróttasal og dansaði undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Tilefnið var að safnast höfðu 15.000 hrósmiðar og þá er venjan að brjóta skólastarfið upp með einhverjum hætti til að halda upp á að markinu er náð.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum náði Elín að láta bæði unga og aldna gleyma sér í dansinum.
Lesa meira

Sigurvegari í vísnasamkeppni

Úrslit í vísnasamkeppni Námsgagnastofnunar. Í haust efndi Námsgagnastofnum til vísnasamkeppni í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Gunnar Þór Sigurðarson nemandi í 1. bekk sigraði á yngsta stigi með eftirfarandi botni: Ljósin falleg lýsa brátt líða fer að jólum. Kennararnir hlæja hátt og halda jól í skólum. Í verðlaun fékk Gunnar bókina Fuglaþrugl og nafnakrafl eftir Þórainn Eldjárn sem og viðurkenningarspjald. Við óskum Gunnari Þór hjartanlega  til hamingju.
Lesa meira

Samvera á sal

Síðastliðinn miðvikudag var samverustund á miðstigi. Það voru krakkarnir í 6. bekk  sem komu þar fram og sýndu verkefni sem þeir höfðu unnið  um plánetur og vetrarbrautir. Einnig sögðu og léku nokkrir nemendur brandara og endað var á að allir krakkarnir á miðstigi dönsuðu af miklum móð og skemmtu sér vel áður en tekist var á við verkefni dagsins. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessari samverustund. Bestu þakkir fyrir skemmtilega stund 6. bekkur. 
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf 2015

Fyrsta fréttabréfið á árinu 2015 hefur nú verið sent út. Fréttabréfið má nálgast hér undir flipanum "FRÉTTIR" ásamt öðrum eldri eintökum.
Lesa meira

8.bekkur í Lögmannshlíð

Litlu-jólin hjá 8.bekk enduðu á óhefðbundinn hátt í dag, því krakkarnir örkuðu upp í Lögmannshlíð - eldri borgara heimilið við skólann, sungu fyrir íbúa þar, færðu þeim smákökur og spjölluðu við þá um jólin fyrr og nú.  Komust að mörgu fróðlegu t.d. að einn íbúinn hafði í sinni æsku fengið jólatré sem faðir hennar hannaði og smíðaði úr mörgum trjágreinum. Það var gaman að sjá hvað íbúarnir glöddust yfir þessari stuttu heimsókn og krakkarnir höfðu líka gaman af þessu.  Hér eru myndir af heimsókninni.
Lesa meira

Landafræðiverkefni hjá 5. bekk

Í dag lauk kynningu hjá 5. bekk á landafræðiverkefni sem nemendur hafa verið að vinna síðustu vikur. Þetta var hópverkefni þar sem nemendur skiptu Íslandi á milli sín og unnu kynningu á hverjum landshluta fyrir sig.  Má sjá myndir frá kynningunni hér.
Lesa meira

Svíasamstarfið - myndband

Þegar Svíarnir, sem eru í samstarfi við okkur í forritun, komu hingað í nóvember tóku þeir ferðina upp og hafa nú gert myndband um heimsóknina í Síðuskóla.   Þeir sem hafa áhuga geta kíkt á þetta hér.
Lesa meira

Síðasta vika fyrir jólafrí

Nú er síðasta vika fyrir jólafrí. Kennsla verður með hefðbundunum hætti þessa viku nema föstudaginn 19. desember þegar litlu jól nemenda verða haldin. Allir nemendur mæta í sínar heimastofur klukkan 9:00. Um helmingur dvelur í stofum með umsjónarkennara en hinir fara á sal og horfa á helgileik 6. bekkinga og síðan er skipt. Að lokum dansa allir saman kringum jólatré í íþróttasalnum og lýkur þeirri skemmtun klukkan 11:00. Þá hefst jólafrí nemenda en nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. janúar klukkan 8:00.
Lesa meira

Samræmd könnunarpróf

Búið er að laga samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í Síðuskóla síðustu ár eftir leiðréttingu Námsmatsstofnunar.  Hér má sjá þessa samantekt
Lesa meira