16.05.2014
Krakkarnir í öðrum bekk gengu niður að Glerárkirkju í morgun,
skoðuðu hana í krók og kring og teiknuðu. Síðan voru myndirnar fullunnar þegar komið var aftur upp í skóla. Það voru allir
mjög áhugasamir og vandvirkir og myndirnar fallegar eftir því.
Greinilegt að þarna eru á ferðinni miklir listamenn. Sjá má myndir frá verkefninu hér.
Lesa meira
14.05.2014
Þriðjudaginn 13. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum,
kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er
í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Óskað var eftir tilnefningum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi.
Einn nemandi úr Síðuskóla fékk verðskuldaða viðurkenningu:
Sunna Guðrún Pétursdóttir Síðuskóli Hlýtur viðurkenningu fyrir frábæran
námsárangur, jákvæðni, samviskusemi og að vera góð fyrirmynd.
Hér má sjá meiri umfjöllun um viðurkenningarnar og hér
eru nokkrar myndir.
Lesa meira
09.05.2014
Það er mikið um að vera þessa dagana í skólanum hjá öðrum bekk. Sandra sem er móðir í árganginum kom og kenndi
krökkunum jóga. Við skiptum krökkunum upp í þrjá hópa sem hver fékk 50 mínútna kennslustund hjá
Söndru. Börnin voru mjög ánægð með þessa heimasókn.
Á meðan hóparnir biðu eftir að komast að í jóga, unnu þau í bátunum sínum sem þau hafa verið að
smíða. Við notuðum góða veðrið og nemendur unnu úti í milligörðum við að negla bátana sína.
Hér má sjá myndir.
Lesa meira
06.05.2014
Út er komið nýtt fréttabréf og má finna það í fullri lengd hér.
Lesa meira
30.04.2014
Umsókn um námsval 8., 9. og 10. bekkir fyrir skóla árið 2014-2015.
Það er komið að því að nemendur unglingastigs velji valgreinar sínar fyrir næsta ár. Kynningarfundir var haldinn í skólanum
í morgun og hafa allir nemendur fengið valblöð með sér heim. Einnig hefur kynningarbréf verið sent heim með upplýsingum um allar valgreinar.
Nemendur eru hvattir til að lesa vel yfir lýsingar og vanda val.
Hér má finna:
Kennslulýsingar f. 8. bekk.
Valblað fyrir 8. bekk.
Kennslulýsingar fyrir 9. og 10. bekk.
Valblað fyrir 9. bekk.
Valblað fyrir 10. bekk.
Lesa meira
30.04.2014
Vorhátíð Síðuskóla sunnudaginn 4. maí kl. 14-16.
Ýmislegt skemmtilegt í boði, andlitsmálun, hoppukastali, tombóla, pylsur,
kaffihlaðborð o.fl.
Nánar má lesa um vorhátíðina
hér.
Lesa meira
28.04.2014
Á föstudaginn 25. apríl, á Degi umhverfis, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan í fimmta sinn. Af því tilefni
var athöfn í íþróttasal skólans þar sem nemendur voru með ýmis atriði sem tengjast Grænfánanum og umhverfismálum.
Framkvæmdarstjóri Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhenti umhverfisnefnd skólans nýja fánann sem var dreginn að hún með
viðhöfn. Margir góðir gestir voru einnig viðstaddir.
Af þessu tilefni var sagt frá því hver hefði unnið samkeppnina um hönnun lukkudýrs skólans og var það Ágúst
Örn Vilbergsson í 6. bekk sem átti verðlaunamyndina. Búningurinn var sýndur en tvær heiðurskonur, Svava Daðadóttir og Anna Guðný
Helgadóttir á Litlu saumastofunni, gáfu vinnu sína við að sauma búninginn. Að athöfninni lokinna var boðið upp á pylsur og
íspinna.
Myndir.
Lesa meira
16.04.2014
Lestrarkeppni 4. og 5. bekkja 2014
Nú er lestrarkeppninni milli 4. og 5. bekkja lokið en hún stóð yfir í tvær og
hálfa viku eða frá 24. mars til 9. apríl. Alls lásu nemendur hvorki meira né minna en 35.443 blaðsíður eða að meðaltali 521
bls. á mann.
Viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í 5. bekk fékk
Halldór Birgir Eydal og viðurkenningu fyrir mikinn dugnað í 5.
bekk fékk Jóhann Ingi Gunnarsson.
Lestrarhestar og þeir sem sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Ferðahandbók
fjölskyldunnar sem Mál og menning gefur út. Þetta er sérstaklega
skemmtileg og fróðleg bók til að hafa með sér í ferðalagið og bendir manni á marga spennandi staði fyrir börn til að skoða og
upplifa.
Lestrarhestar í 4. bekk eru: B. Írena Sunna Björnsdóttir og Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir. Mikla eljusemi og mjög góðan árangur í 4. bekk sýndu Ísafold Kelley og Telma Þorvaldsdóttir
Lestrarhestur í 5. bekk HL er Tryggvi Snær Hólmgrímsson og mestar framfarir sýndi Jóhann Sverrir
Elfarsson. Lestrarhestur í 5. bekk SEB er Sóley Gunnarsdóttir og
mestar mestar framfarir sýndi Tinna Huld Sigurðardóttir.
Og hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni????
Það var mjög mjótt á mununum en þegar öll atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að........það var 4. bekkur,
en þau lásu hvorki meira né minna en 19.163 blaðsíður samtals.
Myndir af
þessum lestrarsnillingum.
Lesa meira
11.04.2014
Það var mikið fjör þegar allir nemendur skólans tóku þátt í Ævintýraleik Nemendaráðs í dag. Þá
fengu nemendur nöfn ævintýrapersóna og þurftu síðan að fara af stað og finna alla í þeirra ævintýri.
Þetta er í fyrsta skipti sem leikurinn er prófaður og greinilega nokkur atriði sem þarf að slípa en í heildina gekk leikurinn mjög vel og
gaman að fylgjast með samvinnu nemenda úr öllum deildum skólans.
Myndirnar tala sínu máli.
Lesa meira