ÍSAT

Síðuskóli fór í fjallið!

Já, Síðuskóli fór í fjallið í dag og þar mótuðust margir skíða og brettasnillingar framtíðarinnar! Fyrstu rútur fóru frá skólanum strax klukkan 8:05 og svo ein af annarri. Hópurinn stóð sig frábærlega í fjallinu og engin stórslys urðu. Síðasta rúta með þreytta skíða/brettakappa lenti svo við skólann rétt fyrir klukkan eitt.  Margar myndir voru teknar og má sjá þær hér.
Lesa meira

Við förum í fjallið í dag

Starfsmaður í Hlíðarfjalli segir að aðstæður til skíðaiðkunnar séu með besta móti í dag. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og við skemmtum okkur á skíðum fram að hádegi og sumir lengur.
Lesa meira

Á skíðum skemmt'ég mér...

Á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, gerum við þriðju tilraun til að komast í fjallið. Veðurútlitið er gott og mjög líklegt að allt gangi okkur í hag með veðrið. Athugið heimasíðuna í fyrramálið, þar kemur fram hvort farið verður eða ekki. Rúturnar munu fara með nokkru millibili upp í fjall, elstu börnin fyrst. Ef það hentar ykkur sem eigið börn í 1. til 4. bekk að senda börnin beint í rútuna en ekki fyrst inn í skóla þá er það allt í lagi. Þau eru nokkuð lengi að komast úr og í útifötin þannig að þetta getur verið til hagræðis fyrir alla.  Rúturnar fara af stað: 3. og 4. bekkur klukkan 8:30 1. og 2. bekkur klukkan 8:40  Krakkarnir þurfa að vera komnir aðeins fyrir þennan tíma því rúturnar leggja af stað samkvæmt þessu plani. Vonandi gengur allt upp í þetta skiptið.
Lesa meira

Páskar og páskaleyfi

Páskaleyfi í Síðuskóla 2012 Kæru nemendur, foreldrar  og forráðamenn. Mánudaginn 2. apríl hefst páskafrí í Síðuskóla. Við óskum ykkur gleðilegra  páska og gefandi og sólríkra  samverustunda með fjölskyldum ykkar í leyfinu. Við minnum á að Frístund er opin í dymbilvikunni 2., 3. og 4. apríl fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð. Skólastarf byrjar aftur 10. apríl skv. stundaskrá.  Með páskakveðjum,starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira

Frá Skátagili - video

Tveir drengir úr 9. bekk, Ingimar og Aron, fengu það verkefni að taka upp samsönginn í Skátagili.  Þeir hafa nú sett saman skemmtilegt myndband þar sem sjá má alla taka þátt í söngnum af mikilli innlifun.  Hér má sjá afraksturinn.
Lesa meira

Síðuskóli í rauðu!

Síðuskóli tekur þátt í Skólahreysti 2012, fimmtudaginn 29. mars.  Keppnin hefst kl. 14:00 í Íþróttahöllinni á Akureyri.    Keppendur fyrir hönd Síðuskóla eru: Strákar: Upphífingar / dýfur: Sverrir Örn Magnússon, 10. bekk. Hraðaþraut: Grétar Þór Helgason, 10. bekk. Varamaður: Jón Emil Karlsson, 10. bekk Stelpur: Hreystigreip / armbeygjur : Auður Kristín Pétursdóttir, 10. bekk. Hraðaþraut: Helena Rut Pétursdóttir, 10. bekk. Varamaður : Tinna Karen Fylkisdóttir, 9. bekk.     Allir hvattir til að mæta og munið að koma í RAUÐU SÍÐUSKÓLI Í RAUÐU!
Lesa meira

Útivistardegi frestað vegna hvassviðris

Þar sem nú er mjög hvasst í Hlíðarfjalli verður ekki af útivistardegi. Í dag verður því venjulegur skóladagur samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Söngur í Skátagili

Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar. Í dag fóru 1.-7. bekkir í Síðuskóla niður í bæ og sungu þar með fleiri grunn- og leikskólum frá Akureyri og nágrenni.  Börnunum var raðað upp í Skátagili og þrjú lög sungin sem allir voru búnir að æfa. Nokkrar myndir frá uppákomunni má sjá hér.
Lesa meira

BINGÓ!

Páskabingó.  Páskabingó verður haldið í Síðuskóla, föstudaginn 23. mars kl 19:30.  Veglegir vinningar vinningar í boði og mikið fjör. Við hvetjum alla sem geta til að mæta.  Spjaldið á kr. 500 - eftir hlé á kr. 300. Í hléi verður selt kaffi, kleinur o.fl.  10. bekkur í Síðuskóla
Lesa meira

Lús í skólum Akureyrar og nágrennis

Mikið hefur verið um lús í skólum Akureyrar og nágrennis í vetur og virðist í mörgum tilfellum ganga mjög illa að ráða niðurlögum hennar.  Það er því mjög mikilvægt að allir fylgist vel með og séu duglegir að kemba reglulega yfir allan veturinn þrátt fyrir að það sé ekki endilega tilkynnt um lús í viðkomandi skóla á þeim tíma. Stærstu lýsnar eru þær sem sjást best í hárinu en þær allra minnstu grafa sig ofan í rótina og hársvörðinn. Það þarf því að rýna vel til þess að sjá þær. Þeim er erfitt að ná með kambinum einum saman og dugir þá jafnvel ekkert annað en að plokka þær úr með fingrunum. Ekki finna allir fyrir kláða eða óþægindum þótt lúsin sé til staðar. Það getur því vel verið lús í hárinu þó að enginn kláði sé til staðar. Ef lús finnst þá er alveg nauðsynlegt að tilkynna það í skólann svo að hægt sé að bregðast við og leita sérstaklega í bekk barnsins og hjá börnum á sama gangi skólans.  Þegar lús finnst þarf líka alltaf meðhöndlun með lúsasjampói og gott að barnið sé heima einn dag eftir meðferð og sé svo með buff nokkra daga á eftir.
Lesa meira