ÍSAT

Skólagrautur

Boðið verður upp á hafragraut í skólanum fyrir nemendur, þeim að kostnaðarlausu. Fyrsti grautardagurinn verður mánudaginn 3. september og verður tilbúinn klukkan 7:45. Það verður gaman að sjá hvernig til tekst og hvort framhald verður á.
Lesa meira

Afmæli Akureyrar

Miðvikudaginn 29. ágúst verða mikil hátíðahöld á Akureyri og allir skólar fara þá um morguninn niður á torg. Skólabörnin færa Akureyrarbæ mósaikverk sem þau gerðu í vor, skemmtiatriði verða á sviði og allir fá af afmælisköku Akureyrarbæjar og mjólk í boði MS. Mikilvægt er að búa börnin eftir veðri því að allur skólinn mun ganga fylktu liði frá Síðuskóla og niður á torg. Skólarnir hafa valið sér liti og Síðuskóli er GRÆNN. Vinsamlega klæðið börn ykkar í eitthvað grænt eða látið þau bera eitthvað grænt ef ekki eru til föt í þeim lit. Húfur, treflar eða  eitthvað sem grænt er. Lagt verður af stað frá skólanum upp úr klukkan níu og þá verða nemendur búnir að borða nestið. Við hvetjum alla nemendur til að mæta með góða skapið og skemmta sér með öllum hinum grunnskólunum.
Lesa meira

Pappír og peysur

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsmenn Síðuskóla. Á viðtalsdögum ætlar 10. bekkur að selja/taka pantanir á klósettpappír og eldhúsrúllupappír fyrir þá sem vilja. Einnig ætla þeir að sýna/kynna peysur sem þeir munu selja 4. og 5. sept.   Nemendur eru að safna fyrir skólaferðalagi vorið 2013 og mun það sem selst á þessum dögum rennur í sameiginlegan sjóð þeirra. Hægt verður að kaupa pappír á staðnum eða fá sent heim seinnipart fimmtudags/föstudags.   Klósettpappír, 36 rúllur í pakkningu, þriggja laga hvítur á kr. 4000. Eldhúspappír 15 rúllur í pakkningu, hvítar kr. 3200   Nemendur verða staðsettir í anddyri íþróttahússins frá 8:00-16:00 á viðtalsdögunum, miðvikudag og fimmtudag.   Kær kveðja Foreldrafulltrúar og nemendur í 10. bekk Síðuskóla   
Lesa meira

Eineltisforvarnir - Fræðslufundur

Fræðslufundur um eineltisforvarnir fyrir foreldra barna í Lundarskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla 16. ágúst kl. 17.00 Foreldrum Síðuskóla, Oddeyrarskóla og Lundarskóla er boðið á sameiginlegan fræðslufund um STÖNDUM SAMAN - forvarnaráætlun gegn einelti.  Sjá nánar hér.
Lesa meira

Námsgagnalistar 2012-2013

Námsgagnalistar allra bekkja hafa verið settir á vefinn og má finna þá hér.
Lesa meira

Sumarleyfi og næsta skólaár

Nú eru allir starfsmenn skólans farinr í frí frá 1. júlí og skrifstofan opnar aftur eftir verslunarmannahelgi þriðjudaginn 7. ágúst. Ef nauðsynlega þarf að ná í einhvern frá skólanum þá er hægt að hringja í skólastjóra í síma 8989826 eða húsvörð í síma 8970205. Skólinn hefst svo aftur miðvikudaginn 22. ágúst með viðtölum umsjónarkennara við nemendur og foreldra. Megi sumarið verða ykkur blítt og gott!  
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar 2012

Fimmtudaginn 31. maí var nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrar­bæjar veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í þriðja sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Helena Ósk Hilmarsdóttir nemandi í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir ótrúlega þrautseigju og dugnað. Helena gefst aldrei upp þó að á móti blási en hún glímir við líkamlega fötlun. Alltaf jákvæð og glöð í bragði. Flott stelpa í alla staði. Hafdís Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í umhverfismálum. Hafdís hefur verið leiðandi í umhverfismálum skólans sem er grænfánaskóli og hefur verið undanfarin 6 ár. Hafdís hefur verið leiðandi í því verkefni enda mikill eldhugi um umhverfismál almennt.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit í Síðuskóla verða þriðjudaginn 5. júní. Nemendur mæta á sal sem hér segir: 1. - 4. bekkur klukkan 9:00 5. - 9. bekkur klukkan 10:00 Síðan fara nemendur í stofur til umsjónarkennara og eiga með þeim kveðjustund eftir veturinn og fá afhentar einkunnir. Útskrift 10. bekkjar fer fram í Glerárkirkju klukkan 17:00
Lesa meira

Grill hjá 8. bekkingum

Umbun áttunda bekkjar Í síðustu viku tóku nemendur áttunda bekkjar út umbun sem þau höfðu unnið sér inn. Siggi lánaði grill og garð og mættu allir með eitthvað á grillið. Veðrið lék við hópinn og nutu nemendur sín í blíðunni. Hér má sjá myndir frá þessum frábæra degi.  
Lesa meira

Vatnsstríð hjá 5. bekk.

Fimmtudaginn 31. maí síðastliðinn fór 5. bekkur í vatnsstríð á skólalóðinni. Kennararnir skemmtu sér ekki minna en nemendurnir og urðu allir vel blautir. Myndir má sjá hér.
Lesa meira