ÍSAT

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna.

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Akureyri fer fram í Hofi í dag fimmtudaginn 15. desember kl. 19:00.   Fulltrúar Síðuskóla í keppninni í ár eru Herdís Elín Þorvaldsdóttir og Þóranna Lilja Þorbergsdóttir.  Alls verða þrettán atriði í keppninni í ár með yfir tuttugu upprennandi söngstjörnum og hljóðfæraleikurum frá félagsmiðstöðvunum fjórum hér á Akureyri.  Fjögur atriði komast áfram í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem fram fer á Sauðárkróki í lok janúar. Við hvetjum sem flesta til að mæta og sjá þessa upprennandi snillinga flytja sín atriði. Miðaverð er kr. 1000 sem hægt er að kaupa í Hofi fyrir keppnina. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri
Lesa meira

Ball, ball, ball...

Þriðjudaginn 13. desember verður jólaball fyrir 1.-7. bekk í Síðuskóla. Ballið er á vegum 10. bekkjar og er til styrktar vorferðalagi árgangsins.  Ballið er tvískipt.  1.-4. bekkur  Kl. 16:00-18:00  5.-7. bekkur  Kl. 18:00-20:00 Það kostar 300 krónur inn á ballið. Sjoppa er á staðnum og má sjá verð og vöruval hér. Umsjónarkennarar 10. bekkjar
Lesa meira

Spurningakeppni í unglingadeild.

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram fimmtudaginn 1. desember.  Keppnin var bæði jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru á allan hátt til fyrirmyndar. Myndir frá spurningakeppninni má sjá hér.
Lesa meira

Hátíðardagskrá á Degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, efndu Háskólinn á Akureyri og Menningarfélagið Hraun í Öxnadal til dagskrár í nýjum hátíðarsal háskólans.  Dagskráin var tileinkuð grunnskólabörnum í Eyjafirði og meðal annarra komu þar fram fulltrúar nemenda og fluttu ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og sögðu frá nýyrðasmíði hans. Fulltrúi Síðuskóla var Auður Katrín sem er nemandi í 4. JS, hún flutti erindi sitt af miklu öryggi og fékk mjög góðar viðtökur. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin sett í Síðuskóla

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk 2011 – 2012 Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, var Stóra upplestrarkeppnin sett á sal Síðuskóla. Skólastjóri flutti ávarp og sagði frá keppninni sem nú er haldin í 12. sinn á Akureyri. Sagði hann að keppendur frá Síðuskóla hefðu alltaf staðið sig vel og verið skólanum til sóma og hvatti hann nemendur til þess að leggja sig fram. Einnig sagði hann frá því að þátttaka í upplestrarkeppninni hefði aldrei verið meiri, nú taka allir 7. bekkir á landinu þátt í henni.  Guðrún á bókasafninu ræddi um íslenskt mál og sagði frá Jónasi Hallgrímssyni og nemendurnir Kristrún Jóhannesdóttir, Oddur Pálsson og Ósk Tryggvadóttir, sem voru fulltrúar skólans í keppninni í fyrra, fluttu ljóð fyrir nemendurna í 7. bekk. Skólastjóri setti síðan keppnina formlega og nemendur fengu bókamerki keppninnar afhent og bækling til foreldra. Að dagskrá lokinni var útbúið kaffihús í stofum 7. bekkinga og lásu þau ljóð fyrir hvert annaða eftir Jónas Hallgrímsson við kertaljós og kaffihúsastemningu. Sjá má meira um Stóru upplestrarkeppnina á  heimasíðu Radda og myndir frá setningunni hér.
Lesa meira

Brunaæfing á D gangi!

Í dag var brunaæfing á D gangi, þar sem allir, nemendur og starfsfók, átt að forða sér út um gluggann á stofunni sem þeir voru staddir í þegar bjallan glumdi.  Teknar voru nokkrar myndir á meðan allir mjökuðust út og má sjá þær hér.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu og þá hittast allar unglingadeildir skólanna á Akureyri. 8. bekkingar hittast í Brekkuskóla og 10. bekkingar í Lundarskóla, allir 9. bekkingar  koma saman í Síðuskóla. Sérstök dagskrá er í skólunum sem taka á móti unglingunum og að þessu sinni er dagurinn tileinkaður íslenskum samtímaskáldum. Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og tekist vel. Einnig fara nemendur í 4. bekk og lesa upp fyrir börn í leikskólum hér í nágrenninu. Í Háskólanum á Akureyri er dagskrá í tilefni dagsins og er hún helguð Jónasi Hallgrímssyni og hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Meðal dagskrárliða er að börn úr grunnskólum í Eyjafirði flytja ljóð eftir Jónas og segja frá nýyrðasmíði hans. Auður Katrín Ægisdóttir í fjórða bekk  mun þar flytja ljóð fyrir hönd Síðuskóla.
Lesa meira

Vinátta

Vinátta er eitt af einkunnarorðum Síðuskóla. Dagana 7.-11. nóvember leggja nemendur og starfsfólk sérstaka áherslu á vináttuna. Allir leggja sitt af mörkum til að minna á hversu vináttan er mikils virði.  Vinnáttan snýst um svo margt, ekki eingöngu um besta vininn eða bestu vinina. Við hugsum líka um þá sem eru einir og skiljum engan útundan. Við hjálpumst öll að og erum góð hvert við annað. Munuð ætíð að ein leið til að eignast vin er að vera vinur sjálfur.
Lesa meira

Haustfrí 24. og 25. október

Kæru foreldrar og forráðamenn. Þemadögum var að ljúka hjá  okkur og fóru þeir vel fram að venju. Nemendur unnu mörg skemmtileg verkefni, fóru í vettvangsferðir og fengum við marga góða gesti í skólann. Myndir frá þemadögum má sjá hér.  Nú er komið að haustfríi mánudag og þriðjudag 24. og 25. október. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að gera sér dagamun með börnum sínum og njóti vel  þessara daga. Frístund verður opin frá klukkan 8:00 – 16:00 fyrir þá sem þurfa að nýta sér þá þjónustu og hafa pantað. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá  miðvikudaginn 26. október. Með haustkveðju, starfsfólk Síðuskóla.  
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Síðuskóli, nemendur og starfsfólk, tók þátt í Norræna skólahlaupinu í ár eins og áður. Fimmtudaginn 6. október, rétt fyrir klukkan 10, brunuðu allir af stað og hlupu hver sem betur gat.  Veittar voru viðurkenningar fyrir besta árangur á hverju stigi fyrir sig, hjá stelpum og strákum. Margir nemendur stóðu sig ótrúlega vel og virkilega gaman að sjá áhugann hjá öllum þessum stóra hópi. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu fyrir sína frammistöðu. 8.-10. beAndri Björn 8. SASverrir Örn 10. bekkSvavar 8. KLM Helena 10. BEErla Sigríður 9. BEAuður Kristín 10. B  5.-7. beBjarki 7. JÁSævar Þór 6. HLSindri Már 5. ASR Snædís Sara 7. JÁHulda Björg 6. SEBHelga K.. 7. SÁB  1.-4. BEElmar Þór 4. JSElvar Örn 4. KHBergsveinn Ari 4. JS Eva Björk 4. KHBirgitta 4. KHHugrún 4. KH Myndir úr skólahlaupinu munu birtast hér.
Lesa meira