19.11.2012
Stóra upplestrarkeppnin" í 7. bekk var sett
á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Sigurvegararnir okkar frá því í fyrra þeir Steinar Logi Stefánsson og Jörundur
Guðni Sigurbjörnsson komu og lásu ljóð fyrir hópinn. Nú í ár verður upplestrarkeppni hér innanhúss í 4. bekk og
mætti sá hópur líka á sal.
Áralöng hefð er fyrir því að
nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólunum á Akureyri hittist á Degi íslenskrar tungu. Nemendur í 8. bekk hittust í Brekkuskóla, 9.bekkingar
hittust í Síðuskóla og nemendur 10. bekkjar í Lundarskóla. Íslenskukennarar ákveða, í samráði við nemendur þema
dagsins og í ár var ákveðið að vinna með þjóðsögur. Nemendurnir í Síðuskóla sýndu leikþætti um
Bakkabræður.
Heimsóknirnar gengu afar vel og voru allir
ánægðir með daginn. Myndir frá atburðunum má sjá hér.
Lesa meira
16.11.2012
Hettupeysurnar koma norður um helgina. 10. bekkur mun ganga í stofur nk. mánudag 19. nóv og afhenda þær.
10. bekkur og foreldrafulltrúar.
Lesa meira
15.11.2012
Öðruvísi dagar vikuna 19. - 23. nóvember.
Þá er komið að hinum skemmtilegu dögum þar sem við brjótum upp þetta hefðbundna.
Mánudaginn 19. nóvember er íþróttafatadagur. Þann dag klæðast allir einhverri íþróttaflík.
Þriðjudaginn 20. nóvember er grímudagur. Allir verða með grímu hvort sem hún er keypt, heimatilbúin eða máluð á
andlitið að morgni.
Miðvikudaginn 21. nóvember er jólaþemadagur. Nú er um að gera að vera svolítið frumlegur. Á öllum heimilum er til eitthvað sem
tengt er jólunum og hægt að klæðast eða skreyta sig með. Ef ekki þá dugar eitthvað rautt.
Fimmtudaginn 22. nóvember er höfuðfatadagur. Þennan dag vonumst við til þess að fjölbreytnin verði mikil.
Föstudaginn 23. nóvember er fínn föstudagur. Þá koma allir í sínu fínasta pússi (innan skynsamlegra marka).
Góða skemmtun
Nemendaráð
Lesa meira
08.11.2012
Þann 13. nóvember verða
foreldraviðtöl í Síðuskóla. Frístund verður opin frá 8:00-13:00 fyrir nemendur í 1.-4. bekk og eru þeir foreldrar sem ætla
að nýta sér þessa þjónustu beðnir að hafa samband við Guðmund, umsjónarmann frístundar á netfangið grh@akmennt.is eða í síma 4613473. Greiða þarf 314 krónur fyrir hverja klukkustund.
Samkvæmt skóladagatali verður frístund lokuð eftir hádegi þennan dag. Við minnum svo á leiðsagnarmatið sem nauðsynlegt er að vinna
fyrir viðtalið. Einnig hafa safnast fyrir óskilamunir síðan í haust sem við bendum ykkur á að skoða.
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira
29.10.2012
Við munum verða með einn söludag í viðbót á Síðuskólapeysunum.
Nemendur 10. bekkjar eru að safna fyrir skólaferðalagi vorið 2013 og mun allur ágóði af peysusölunni renna í ferðasjóð
þeirra.
Peysurnar verða seldar fimmtudaginn 1. nóv frá 17:00- 19:00 á kaffistofu starfsmanna í
ritararýminu (gengið inn um íþróttahúsið). Peysurnar kosta kr. 5500 og einungis er hægt að borga með peningum. Ef keyptar eru tvær
eða fleiri peysur þá kostar peysan kr. 5000. Peysur þarf að greiða við pöntun.
Peysurnar hlaupa um ½ númer við fyrsta þvott mjög gott að þvo þær á röngunni.
Kær kveðja
Nemendur og foreldrafulltrúar í 10. bekk Síðuskóla
Lesa meira
19.10.2012
Í næstu viku er haustfrí í Síðuskóla. Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skóli hefst
að nýju mánudaginn 29. október samkvæmt stundaskrá.
Í haustfríinu mun stór hluti starfsfólks skólans vera í námsferð í Boston.
Megið þið eiga ljúft og gott haustfrí!
Kveðja, starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira
18.10.2012
Hettupeysurnar eru á leiðinni norður.
Þær verða afhentar föstudaginn 19. okt í matsal Síðuskóla á milli 15:00-16:00.
Foreldrar og nemendur í 10. bekk.
Lesa meira
17.10.2012
Nú er þemadögum
lokið og var dagurinn í dag ekki síður skemmtilegur en dagurinn í gær. Haldið var áfram að syngja, dansa, útbúa veggmyndir, leika
leikrit og búa til hina ýmsu töfraheima.
Nemendur og starfsfólk eiga
hrós skilið fyrir frábæra daga og hér má sjá myndir frá öllu
fjörinu.
Lesa meira
16.10.2012
Þemadagar í Síðuskóla 16. og 17. október
Í dag var mikið fjör hjá okkur hér í
skólanum. Allir nemendur og starfsfólk skólans hafa verið að vinna að Disney þema og má segja að skólinn okkar hafi breyst
í nýja undraheima. Nemendur bjuggu til leikrit, bökuðu, elduðu, sömdu leikrit, bjuggu til Neðansjávarheim og Frumskógarheim.
Frábær dagur í alla staði eins og sjá má á eftirfarandi myndum.
Lesa meira
15.10.2012
Í dag var haldinn SMT dagur í Síðuskóla. Þá leggjum við áherslu á einkunnarorð skólans með allskonar
óhefðbundinni vinnu.
Kl. 10 fóru allir út til að faðma skólann og bjuggum við til hring sem hvergi slitnaði. Nemendur og starfsfólk sýna þannig að með
sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt. Sjá myndir hér.
Lesa meira