ÍSAT

Skólahreysti í SVÖRTU

Síðuskóli tekur þátt í Skólahreysti miðvikudaginn 20. mars. Keppnin hefst kl. 13:00 í Íþróttahöllinni á Akureyri.  Nemendur eru hvattir til að koma og styðja við bakið á keppendum.  Þeir nemendur í  6. – 10. bekk sem ætla að mæta fá frí í tímum eftir kl. 12:00 en aðrir halda áfram í skólanum samkvæmt stundaskrá.   Keppendur fyrir hönd Síðuskóla eru: Strákar:  Upphífingar / dýfur: Hrannar Ingi Óttarsson, 9. SA Hraðaþraut: Þorvaldur Ágúst Jónsson, 9. B Varamaður: Svavar Sigurður Sigurðarson, 9. B   Stelpur Hreystigreip / armbeygjur : Rakel Baldvinsdóttir, 10. bekk. Hraðaþraut: Tinna Karen Fylkisdóttir, 10. bekk. Varamaður: Margrét Jóhannsdóttir, 10. bekk.     ALLIR AÐ MÆTA Í SVÖRTUM FÖTUM!  
Lesa meira

Frá útivistardegi

Hér má finna margar skemmtilegar myndir sem teknar voru á útivistardeginum s.l. mánudag. 
Lesa meira

Á skíðum skemmti ég mér...

Skíðadagur Síðuskóla 2013  Útivistardagur er áætlaður mánudaginn 11. mars ef veður leyfir.  Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00.  Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað þangað ca. 8:20.  Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr.  Fyrir 3. – 10. bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og hafa íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir (1. og 2. bekkur) mega koma með sinn eigin búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðabúnaður er í boði fyrir alla nemendur, einniöllum g 1. og 2. bekk  og því tilvalið að prófa, sérstaklega óvanir. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Fyrsta rúta heldur af stað heim kl ca 11:40 og sú síðasta kl 12:30 en þeir sem ætla að vera lengur verða að koma sér heim sjálfir. Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman  ef þeir ætla að vera lengur en til 12.00 uppi í fjalli. Nemendur sem fá lánaðan búnað í fjallinu geta ekki verið lengur en fram að hádegi. Skóladegi lýkur 13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.  Munið eftir næringaríku og góðu  nesti og að klæða sig vel! Hjálmaskylda er þennan dag og  engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2013

Stóra upplestrarkeppnin fór fram á miðvikuda í Háskólanum á Akureyri og stóðu okkar nemendur, Bryndís Huld og Rakel Anna sig af mikilli prýði. Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.
Lesa meira

Viðtalsdagar

Dagana 5. og 6. mars fara fram foreldraviðtöl í Síðuskóla. Þriðjudaginn 5. mars eru viðtöl í 1. - 10. bekkjum og miðvikudaginn 6. mars eru viðtöl í 1. - 7. bekkjum en 8. - 10. bekkur er í kennslu samkvæmt stundaskrá. 
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Undanúrslit Síðuskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina fóru fram miðvikudaginn 27. febrúar. Þar kepptu tólf nemendur úr báðum 7. bekkjunum og stóðu sig með prýði. Þeir sem komust áfram og keppa til úrslita eru: Rakel Anna Boulter, Bryndís Huld Þórarinsdóttir og til vara Snævar Atli Halldórsson. Lokakeppnin fer fram í Hólum í Menntaskólanum á Akureyri og hefst dagskráin kl. 17:00. Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.
Lesa meira

Vandræði með www.mentor.is

Vegna óstöðugleika í Mentor í gær og í dag hefur ekki gengið sem skyldi að setja inn leiðsagnarmatið. Nemendur og kennarar hafa lent í vandræðum við að fylla inn og jafnvel ekki náðst að vista það sem næst þó að skrá. Við hvetjum fólk til að gefast ekki upp við að skrá inn en það mun ekki verða kveikt á perunni fyrr en um hádegi á morgun, laugardag. 
Lesa meira

Verðlaun í eldvarnargetraun

Föstudaginn 22. febrúar fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en þá kom Martha slökkviliðsmaður til að afhenda verðlaun í eldvarnargetraun sem 3. bekkur tekur þátt í árlega. Telma Þorvaldsdóttir var svo heppin að vera annar af tveimur krökkum á Akureyri sem voru dregin út. Hún fékk reykskynjara og I-pod sem örugglega eiga eftir að nýtast hennni vel.  Til hamingju Telma!
Lesa meira

Úrslit í 100 miða leiknum

Tilkynnt voru úrslit í 100 miða leiknum og þeir heppnu voru:   Gabríel Ómar Stefánsson 9. BSteinunn María  Auðunsdóttir 8. HFElísa Embla Viðarsdóttir 7. SEBMargrét Anna Kristófersdóttir 6. HBKristján Loftur Jónsson 8. HFHerdís Ruth Brynjarsdóttir 5. KHKatrín Harpa Sævarsdóttir 2. SESKjartan Arnar Guðmundsson 6. HBLovísa  Brynjarsdóttir 9. SAAldís María María Jóhannsdóttir  6. HBJóhannes Fei Birgisson 1. Bekkur Hér má sjá myndir frá tilkynningunni. Hópurinn fór síðan og fagnaði viðurkenningunni á pizzahlaðborði Greifans.
Lesa meira

Afmælisgjöf til Akureyrarbæjar

Nemendur 5. bekkjar (árgangur 2001) gerðu vegleg teppi á skólaárinu 2011-2012 í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Þriðjudaginn 12. febrúar fór fram formleg afhending á teppunum til Minjasafns Akureyrar þar sem allur skólinn mætti á sal og fylgdist með. Hulda Karen Ingvarsdóttir flutti stutt ávarp og sagði frá sögu teppanna og afhenti þau með aðstoð fjögurra bekkjarfélaga. Teppin voru unnin í textilmennt, nemendur hönnuðu, klipptu og saumuðu í saumavélum og eiga teppin að lýsa fjölbreytileika mannlífsins á Akureyri og þegar við komum saman myndum við eina heild. Hér má sjá myndir frá afhendingunni og einnig þegar nemendur skráðu allir nöfnin sín í sérstakt skjal sem verður varðveitt á Minjasafninu með teppunum.  
Lesa meira