ÍSAT

4. bekkur heimsótti Kiðagil

Dagana 13.-15. maí voru nemendur fjórða bekkjar í skólabúðum á Kiðagil í Bárðardal. Þeir heimsóttu fjárhúsin á Svartárkoti bæði á mánudag og þriðjudag og fengu að spreyta sig við ýmis störf tengd sauðburði. Farið var í gönguferð um staðinn og krakkarnir fræddir um húsendur og reykhúsið. Svo fengu þeir sem vildu, að fara á hestbak. Á miðvikudagsmorgun var fjósið á Halldórsstöðum heimsótt þar sem nemendur fengu að prófa að mjólka. Ferðin tókst vel og komu allir heim reynslunni ríkari. Hérna má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Gönguferð í veðurblíðunni

Fyrsti bekkur fór í gönguferð í veðurblíðunni föstudaginn 24. maí.  Markmiðið með ferðinni var að skoða kindur og lömbin þeirra. Geiri Vald sem á fjárhús leyfði okkur að koma og skoða hjá sér. Fjárhúsið hans er rétt hjá Trésmíðaverkstæðinu Hyrnu.  Börnin voru mjög áhugasöm og fengu einnig að kíkja á hestana. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Kveðjukaffi

Í dag þriðjudaginn 21. maí buðu nemendur í 10. bekk og foreldrar þeirra öllu starfsfólki Síðuskóla í kaffi. Einn nemandi hélt ræðu þar sem hann fyrir hönd 10. bekkingana þakkaði starfsfólkinu frábæra umönnun sl. 10 ár. Starfsfólk og nemendur gæddu sér svo saman  á stórglæsilegu kaffihlaðborði eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Endurskinsvesti

Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gefa þessa dagana öllum skólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk.  Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu. Í morgun komu tvær konur úr björgunarsveitinni Súlum færandi hendi. Þær voru að færa Síðuskóla svona vesti. Hér má sjá fleiri myndir.  
Lesa meira

Próftafla í unglingadeild

Hér má sjá próftöflu í unglingadeild.
Lesa meira

Danmerkurferð nemenda í dönskuvali

Vikuna 14. til 21. apríl dvöldu 7 nemendur úr 10.bekk í Síðuskóla, í Árósum í Danmörku ásamt 15 nemendum úr Glerár- og Giljaskóla. Nemendurnir hafa verið í dönskuvali í vetur en það  byrjaði í haust með heimsókn barna úr Børnenes Friskole í Árósum til okkar. Ferðin okkar var fjármögnuð með styrk frá Nordplus junior, en auk þess fékk hópurinn styrk frá Kjarnafæði og Norðurorku. Skólarnir þrír hafa einnig styrkt verkefnið. Krakkarnir dvöldu á dönskum heimilum stóran hluta ferðarinnar og fengu þannig að upplifa danska siði og venjur.  Vikan var mjög viðburðarík, krakkarnir kynntu m.a. þau verkefni sem þeir hafa unnið í vetur, fóru í heimsókn á Aros listasafnið og í Den gamle by, þar sem unnin voru verkefni og farið í ratleik. Vinabær Akureyrar, Randers, bauð hópnum í Randers Regnskov sem var mikil upplifun fyrir alla. Ekki má gleyma viðkomu i Tivoli Friheden en þar skemmtu krakkarnir sér konunglega. Síðasta kvöldið komu allir saman á sveitabæ, heima hjá einum nemandanum og voru grillaðar pylsur og krakkarnir fengu að baka sér snobrød  yfir opnum  eldi. Danska rúgbrauðið fór vel í flesta og allir komu glaðir heim reynslunni ríkari og danskari en áður með margar góðar minningar í farteskinu. Sjá myndir
Lesa meira

Töframaður í heimsókn í Síðuskóla

Miðvikudaginn 30. apríl kom töframaðurinn Einar Mikael í heimsókn í skólann.  Hann sýndi margskonar töfrabrögð og heillaði alla upp úr skónum.  Hér má sjá myndir sem voru teknar við þetta tækifæri og ekki er annað að sjá en að allir njóti heimsóknarinnar.
Lesa meira

Kosningar í 9. bekkjunum

Í dag var haldinn kosningafundur í báðum 9. bekkjunum. Í hvorum bekk eru 28 nemendur og kynntu þeir sér þau 11 framboð sem í boði eru í okkar kjördæmi. Því voru það 2-3 nemendur sem kynntu sér hvert framboð og sögðu frá því í skólanum. Nemendurnir áttu sérstaklega að skoða umhverfismál og skólamál og síðan eitthvað eitt sem vakti hjá þeim athygli. Kynningar nemenda voru af ýmsum gerðum og var meðal annars boðið upp á barmmerki, kökur og sleikibrjóstsykur með málefnunum. Í lokin fór svo fram kosning þar sem Júróvísjónlýðræði var notað. Það merkir að það má kjósa alla nema sjálfan sig. Úrslitin í kosningunni urðu: 9. kjördæmi B hlaut Sjálfstæðisflokkur yfirburðakosningu en í  9. kjördæmi SA nutu Lýðræðisvaktin og Björt framtíð mestrar hylli.
Lesa meira

SMT hátíð

Í dag, síðasta vetrardag, var mikil SMT hátíð í skólanum og af ýmsu tilefni. Haldið var upp á að búið er að gefa meira en 15.000 hrósmiða í vetur, skólinn hlaut sjálfstæðisviðurkenningu sem SMT - Styðjandi skólafærni grunnskóli og fékk afhentan fána sem fylgir þessari viðurkenningu. Karl Frímannsson fræðslustjóri afhenti viðurkenninguna og Þuríður Sigurðardóttir sem verið hefur handleiðari skólans við innleiðingu SMT afhenti fulltrúum nemenda fánann. Heimir Eggerz formaður stjórnar FOKS foreldra- og kennarafélags Síðuskóla færði skólanum peningagjöf, en peningarnir eru ætlaðir til að styrkja SMT starfið í skólanum. Gjöfinni fylgdu fyrirheit um áframhaldandi styrki næstu 5 árin. Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu myndir í myndasamkeppni og börn lásu ljóð um ábyrgðina. Ábyrgðin er einmitt eitt af einkunnarorðum skólans og var unnið með það hugtak í mars. Þrír nemendur í fjórða bekk spiluðu á hljóðfæri og loks stigu þau Ármann Einarsson og Brogan Davidson á pall og skemmtu með dansi og tónlist og fengu allan skólann til að taka þátt í dansinum. Eftir að SMT fáninn hafði verið dreginn að húni var ávaxtaveisla í matsalnum. Myndina sem vann í samkeppninni á Sigurður Orri Hjaltason 8. HF og verður hún máluð á vegg í forstofu skólans. Myndin heitirUndirbúningur lífsins. Myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Vel heppnaður furðufatadagur

Furðufatadagurinn tókst vel í skólanum og komu nemendur og kennarar í mis-skrautlegum fötum. Sjá mátti allt frá bleikhærðum poppurum upp í sögupersónur úr frægum ævintýrum. Teknar voru myndir af hópum og einstaklingum sem sjá má hér.
Lesa meira