ÍSAT

Furðufatadagur í Síðuskóla

  Á morgun, föstudaginn 19. apríl, er furðufatadagur í Síðuskóla. Þá mæta allir, nemendur og starfsfólk, klæddir aðeins öðruvísi en venjulega og helst svolítið furðulega!
Lesa meira

Nám til framtíðar

Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is  , þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar, áherslur í menntamálum og fleira. Hér má sjá kynningarblað á PDF-formi.  Mennta- og menningarmálaráðuneyti 12. apríl 2013 Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri  
Lesa meira

Gaman í íþróttum í Giljaskóla

Nokkrir nemendur úr Síðuskóla fara vikulega í nýja íþróttahúsið í Giljaskóla til að hreyfa sig og liðka. Þar er mjög fín aðstaða og ýmislegt hægt að bralla.  Miðvikudaginn 10. apríl var þar líf og fjör að venju eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 
Lesa meira

Söguritun á bókasafninu

Söguritun á bókasafninu Nemendur í 2. SES  æfðu sig í söguritun á safninu hjá Guðrúnu í dag. Fyrst sátu þeir í hring og ræddu um aðalpersónur, nöfn þeirra og hlutverk, söguþráð, og stóran staf í upphafi setninga svo eitthvað sé nefnt. Eftir þetta fóru krakkarnir í hópa og byrjuðu á sögunni.  Nokkrar myndir frá safninu.
Lesa meira

5. bekkur í landafræði

Undanfarið höfum við í 5. bekk verið að vinna í landafræði Íslands þar sem við samþættum íslensku og landafræði.  Hér má sjá nokkrar myndir af vinnu og verkefnum nemanda.
Lesa meira

Páskafrí

Nú er páskafrí hafið hjá nemendum og starfsfólki. Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Megið þið eiga góða daga í blíðunni. Gleðilega páska
Lesa meira

Páskaföndur 2013

5. bekkur framleiddi mörg listaverkin í páskaföndrinu þetta árið sem er við hæfi að sýna ykkur hér.  Gleðilega páska!
Lesa meira

Lestrarkeppni í 4. og 5. bekk 2013

Lestrarkeppnin  árið 2013 á milli 4. og 5. bekkjar var mjög spennandi að venju, en hún stóð frá   4. – 20. mars eða í tvær og hálfa viku.  Alls lásu nemendur  22.892 blaðsíður eða að meðaltali rúmlega 305 bls. á mann. Hér má sjá nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu. Hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni????? Það var 5. bekkur en þau lásu samtals 14.188 blaðsíður! Hér má sjá myndir frá keppninni og af þeim sem hlutu verðlaun og viðurkenningar.
Lesa meira

Sigurvegarar!

Síðuskóli sigraði Akureyrarriðilinn í skólahreysti í gær.  Keppendur voru þau Hrannar og Svavar úr 9. bekk og úr 10. bekk komu stelpurnar Tinna og Rakel. Margrét og Stefán Árni voru síðan tilbúin á bekknum ef á þyrfti að halda. Það má sjá fleiri myndir og úrslit á skolahreysti.is. Nú hefst undirbúningur fyrir úrslitakeppnina í Reykjavík sem fer fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu 2. maí. Þau voru öll að keppa í fyrsta skipti og því frammistaðan frábær hjá þeim.  Þau vilja, ásamt íþróttakennurum þakka foreldrafélaginu fyrir skólahreystisettið sem félagið færði skólanum. Það skilar sér greinilega!
Lesa meira

Skólahreysti á miðvikudag

Næsta miðvikudag ætlar Síðuskóli að skunda í Íþróttahöllina og hvetja sitt fólk. Nemendur 6. -10. bekkja fá frí frá hádegi til að mæta.  Síðuskóli er SVARTUR á keppninni og eru allir hvattir til að mæta svartir frá tá og upp úr! Svartir sokkar, svartar buxur, svartur bolur/peysa, svört húfa!!! Nokkrar stúlkur í unglingadeild tóku sig saman og settu saman nokkur góð hvatningarhróp sem allir ættu að læra. Myndir af keppendum. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI!
Lesa meira