ÍSAT

Vetrarfrí

Dagana 13.-15. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Frístund er opin þessa daga. Skóli hefst aftur mánudaginn 18. febrúar samkvæmt stundaskrá. Megið þið eiga góða daga í fríinu
Lesa meira

Árshátíðin 2013

Árshátíðin 2013 í Síðuskóla gekk í alla staði mjög vel. Nemendur á öllum aldri sýndu frábæra takta á skemmtilegum sýningum, 10. bekkingar stóðu fyrir ótrúlega flottu hlaðborði og náðu að safna vel í ferðasjóðinn. Hér má sjá myndir frá sýningunum og starfinu í skólanum þessa daga.
Lesa meira

Árshátið 2013

Árshátíð byrjar í Síðuskóla í dag, sýningar og dansleikir í dag og á morgun. Nemendur eru búnir að æfa allskonar leikrit og söngleiki, kennarar stoltir leikstjórar, skreytingar eru komnar upp og skipulagsnefndin getur verið stolt af undibúningnum. Hér má sjá dagskrána þar sem fram kemur hver á að sýna, hver á að mæta, hvar og hvenær og til að horfa á hverja!
Lesa meira

100 miða leikurinn

100 miða leikurinn gengur vel! Nemendur um allan skóla eru að vanda sig sérstaklega í hegðun og framkomu þessa dagana. Allir vilja vera með í 100 miða leiknum og eiga möguleika á að vera í lokaröðinni sem fær vinninginn - sem enginn veit hver er ennþá.  Eins og sjá má hefur miðunum fjölgað á töflunni enda aðeins þrír dagar eftir!
Lesa meira

Skák

Í vetur hefur verið boðið upp á skákkennslu í Síðuskóla. Á vorönninni verður boðið upp á fasta tíma fyrir nemendur í 1.-4. bekk á fimmtudögum kl. 14 í stofu 22 á meðan áhugi er fyrir hendi. Sigurður Arnarson sér um kennsluna. 26. janúar er skákdagurinn mikli um land allt en þann dag árið 1935 fæddist Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga. Þar sem daginn ber nú upp á laugardag mun dagurinn verða haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 29. janúar í Síðuskóla. Þá mun Sigurður Arnarson tefla fjöltefli við þá nemendur unglingadeildar sem þess óska. Fjölteflið fer fram í stofu 22 og hefst kl. 10.20.   
Lesa meira

100 miða leikurinn

Í dag þann 21. janúar hófst skólafærnileikurinn/100 miða leikurinn og stendur hann til 1. febrúar.  Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans. Leikurinn gengur út á það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta hrósmiða sem fimm starfsmenn gefa. Miðunum geta nemendur skipt út fyrir númer á ákveðnu númeraspjaldi hjá ritara. Fyrirfram er búið að ákveða hvaða röð á spjaldinu vinnur en það veit enginn nema skólastjórinn.  Þegar leiknum er lokið er kunngert á sal hvaða röð vinnur og hvað er í vinning.
Lesa meira

Þær styrktu barnadeild FSA

Tvær stelpur úr 6. bekk Hrafntinna Nótt Laufdal og Karen Hrund Kristjánsdóttur notuðu vetrarfríið sitt úr skólanum fyrr í vetur til að útbúa bókamerki sem þær gengu með í hús og seldu. Þær færðu síðan Sjúkrahúsinu á Akureyri andvirði söfnunarinnar, 13.174 krónur. Vinkonurnar afhentu Bjarna Jónassyni forstjóra sjúkrahússins gjöfina, sem fer í Gjafasjóð sjúkrahússins og verður hún merkt barnadeildinni.  
Lesa meira

Vísubotn 2012

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember  efndi Námsgagnastofnun til vísnasamkeppni meðal grunnskólanemenda, Vísubotn 2012. Nemandi í 4. bekk Síðuskóla, Tinna Huld Sigurðardóttir,  hlaut fyrstu verðlaun á yngsta stigi. Í verðlaun  fékk hún bók og verðlaunaskjal eins og sést á myndinni. Við óskum Tinnu Huld hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur. Vísan er svona: Lítill hundur leikur sér lætur boltann skoppa. Flaðrar upp og fagnar mér fögur er hans snoppa.
Lesa meira

Jólakveðja frá skólanum

  Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum  gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári  og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.   Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar klukkan 8:00. Mánudagurinn 4. janúar er skipulagsdagur og Frístund opin frá 8-13 en lokuð eftir hádegi.  
Lesa meira

Flumbra, en islandsk troldemor

Í vetur hafa nemendur 7. bekkjar unnið að verkefni í dönsku og textilmennt um Flumbru, en islandsk troldemor sem er dönsk þýðing á  Ástarsaga úr fjöllunum.  Nemendur hafa fræðst um Flumbru og tröllastrákana hennar sem á dönsku heita Småskøn, Storskøn, Kæmpeskøn, Troldskøn, Underskøn, Overskøn, Næppeskøn og Skæppeskøn. Þetta eru yndislegir strákar sem breyttust eins og Flumbra sjálf í stein. Nemendur bjuggu til brúður sem þeir notuðu til að tala og æfa sig í dönsku.  Við buðum 2. og 6. bekk á sýningar hjá bekkjunum sem tókust mjög vel. Nemendurnir sem léku brúðurnar sögðu hvað brúðan heitir, í hvaða lit hún er, hvort hún er með hár og þá litinn á því. Einnig sögðu börnin frá þvi ef brúðan var með t.d. gleraugu, stórt nef, sjal o.fl. Þau fræddu áhorfendur um af hverju tröllastrákarnir urðu að steinum. Eftir börnin liggja skemmtilegar teikningar úr sögunni. Ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til með þetta verkefni. Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunum.
Lesa meira