17.12.2012
í vetur fórum við á stað með hringekju í
6. og 8. bekk.
Hringekjan er hugsuð þannig að nemendur velja sér meira
inní greinarnar þ.e.a. s. smíðar, textilmennt og myndmennt og eru ákveðnar vikur í hverri grein.
8. bekkur hefur verið að smíða fígúrur og er
það verkefni búið eftir það fóru þau í brúðuleikhúsgerð sem er samþætt með dönskunni. Þemað er
ævintýrið Eldfærin.
6. bekkur hefur verið í greinunum til skiptis. Síðustu vikur
hafa nemendur verið að gera gipsgrímur, smíðavinnu og vinna með leir
Hér má sjá myndir
frá vinnunni þeirra.
Gunnella, Guðfinna og Gulli
Lesa meira
14.12.2012
Í dag var jólaföndur á yngsta stigi.
Margir foreldrar litu við og boðið var upp á vöfflukaffi. Mörg listaverk litu dagsins ljós eins og jólamyndir, jólatré, snjókorn
og margt fleira tengt jólahátíðinni sem nálgast óðfluga.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
13.12.2012
Nemendur úr 3. og 4. bekk hafa undanfarnar 4 vikur farið í Skautahöllina og fengið skautakennslu með frábærum árangri. Nemendurnir lögðu
sig mikið fram og lærðu heilmikið. Allir stóðu sig virkilega vel og höfðu mjög gaman af þessari tilbreytingu.
Rainer Jessen íþróttakennari, sem kenndi þeim á skautum, tók nokkrar myndir sem hægt er að skoða hér.
Lesa meira
11.12.2012
Það sést á skólastarfinu að jólin nálgast. Byrjað er að skreyta stofurnar. Margar skrautlegar útgáfur af póstkössum
eru farar að birtast fyrir utan stofur. Bekkir eru farnir að heimsækja Glerárkirkju og fá þar fræðslu o.fl.
Jólaföndur hefur farið fram á göngunum og margt skemmtilegt skapað. Hér má sjá myndir af
áhugasömum nemendum og niðursokknum kennurum í allskonar föndri og framleiðslu.
Lesa meira
30.11.2012
Í dag, föstudaginn 30. nóvember, kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Síðuskóla. Hann byrjaði á að
heimsækja unglingadeildina og spjalla við nemendur þar. Síðan las hann upp úr nýju bókinni sinni, Krakkinn sem hvarf, fyrir 4.-6. bekk.
Þegar Þorgrímur hafði lokið lestrinum og svarað spurningum nemenda bættust allir hinir bekkirnir við og allur skólinn var saman á sal.
Unglingarnir sýndu þá atriðin þrjú sem komust áfram í hæfileikakeppni Samfés og að lokum sungu allir saman íslensku
lögin þrjú sem voru sungin um allt land í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar 1. desember. Lögin voru: Jólakötturinn eftir
Ingibjörgu Þorbergs, Spáðu í mig eftir Megas og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen.
Lesa meira
27.11.2012
Það voru skrautlegir nemendur sem mættu í skólann á meðan að ÖÐRUVÍSI vikan var í gangi.
Flottar grímur og glæsileg spariföt. Höfuðfatadaginn nýttu margir til að hafa húfurnar sínar innandyra og á jóla-rauða
deginum mátti sjá rauða litinn hvert sem litið var.
Nokkrar skemmtilegar myndir eru hér.
Lesa meira
23.11.2012
Þessa dagana gera rithöfundar víðreist og mæta m.a. í skólana og lesa upp úr bókum sínum fyrir nemendur. Gunnar Helgason var
hjá okkur nýlega eins og sjá má annars staðar á síðunni og 22. nóvember mætti Brynhildur Þórarinsdóttir og las upp
úr nýrri bók sinni um Blávatnsorminn fyrir 1. - 4. bekk..
Þorgrímur Þráinsson mætir síðan á föstudaginn 30. nóvember og les fyrir Síðuskóla. Þetta er skemmtilegur
fyrirboði jólanna sem nú nálgast óðfluga.
Lesa meira
22.11.2012
Fimmtudaginn 22. nóvember verður ball fyrir 1.-7. bekk í
Síðuskóla. Það er á vegum 10. bekkjar og til styrktar vorferðalagi árgangsins.
Ballið er þrískipt.
1. og 2. bekkur er klukkan 16:00-17:30
3. og 4. bekkur er klukkan 17:30-19:00
5.-7. bekkur er klukkan 19:00-21:00
Það kostar 300 krónur á ballið og sjoppa er á staðnum.
10. bekkur
Lesa meira
21.11.2012
Í dag kom Gunnar Helgason í heimsókn í Síðuskóla og las upp úr nýju bókinni sinni ,,Aukaspyrna á Akureyri".
Nemendur 4. - 10. bekkja mættu allir á sal og virtust allir hafa jafn gaman af að hlusta á upplesturinn hjá Gunnari.
Lesa meira
21.11.2012
Á vefinn eru komin þrjú rit af sex um grunnþætti menntunar.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út í samstarfi við Námsgagnastofnun rit um
grunnþætti í menntun. Grunn-þættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
2011.
Grunnþættirnir eru:
Læsi í víðum skilningi
Sjálfbærni
Heilbrigði og velferð
Lýðræði og mannréttindi
Jafnrétti
Sköpun
Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru; einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa
áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika
meginatriði í almennri menntun, stuðla að samfellu í skólakerfinu og ná til starfshátta, inntaks og námsumhverfis á öllum
skólastigum.
Heftunum er m.a. ætlað stuðla að því að grunnþættirnir verði leiðarvísar í skólastarfinu, auðvelda
starfsfólki skóla, kennurum og skólastjórum að átta sig á inntaki þeirra og flétta þá inn í skólastarfið.
Ekki er um beinar kennsluleiðbeiningar að ræða heldur má finna í þeim stutta fræðilega umfjöllun um hvern þátt, hugmyndir um
leiðir og hagnýtar ábendingar.
Að þessu sinni koma út þrjú rit, um sköpun, læsi og lýðræði og mannréttindi. Stefnt er
að því að seinni þrjú ritin komi út í byrjun næsta árs. Öll ritin eru gefin út á rafrænu formi og í
takmörkuðu upplagi á prentuðu formi. Rafrænu útgáfuna má nú nálgast í útgáfuskrá ráðuneytisins og
vef Námsgagnastofnunar.
Grunnþættir
menntunar – Læsi
Grunnþættir menntunar – Sköpun
Grunnþættir menntunar – Lýðræði og
mannréttindi
Lesa meira