05.04.2017
Á dögunum fór fram lokahátið stóru upplestrarkeppninnar í Hólum, hátíðarsal Menntaskólans á Akureyri. Þar lásu fulltrúar Síðuskóla, þær Írena og Klara og stóðu sig í alla staði afar vel. Þær voru valdar sem fulltrúar skólans eftir lestarkeppni innan árgangsins sem haldin var nokkru áður. Myndir
Lesa meira
27.03.2017
Miðvikudaginn 29. mars nk. var keppt í Norðurlandsriðli í
Skólahreysti í Íþróttahöllinni. Við áttum þar lið og titil að verja frá
því í fyrra þegar við sigruðum riðilinn. Það gerðum við aftur í þetta sinn. Liðið okkar í ár er firnasterkt en
það skipa þau Guðni, Eygló, Hulda Karen, Ragúel, Embla og Unnar. Við hvöttum nemendur til að klæðast rauðu þennan dag sem er okkar litur :) Áfram Síðuskóli! Hér má sjá myndir úr keppninni. Fleiri myndir. Enn fleiri myndir. Og enn meira.
Lesa meira
23.03.2017
Þann 13. - 24. febrúar sl.
voru símalausar frímínútur hjá 7. - 10. bekk í Síðuskóla. Þetta var hugmynd sem
kom frá nemendum sjálfum og nemendaráð útfærði í samráði við Helgu Dögg kennara
í janúar. Framkvæmdin var þannig að í 9:20-9:45 frímínútunum var áherslan á tækjalaus
samskipti nemenda í gegnum leiki, skák, íþróttir, spjall, spil og fleira.
Bekkirnir tóku sjálfir ábyrgð á afþreyingunni á ákveðnum svæðum, 7. og 8.
bekkur tók ábyrgð á íþróttasalnum, 9. bekkur sá um matsalinn og 10. bekkur um
unglingaganginn. Nemendur höfðu hitt íþróttakennara skólans sem hjálpuðu til að
að skipuleggja dagskrá fyrir alla dagana, þ.e. hvað var í boði en það var
breytilegt eftir dögum þannig að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Í matsalnum
var boðið upp á spil og spjall og var fjölbreytt úrval af spilum sem nemendur
höfðu aðgang að. Á unglingagangi var boðið upp á að lesa og lita og í einni
stofunni var boðið upp á skák. Enginn var neyddur til að taka þátt og þeir sem
kusu frekar að vera í sínum tækjum gátu gert það í einni stofu á unglingagangi.
Verkefnið heppnaðist vel, afþreyingunni var vel tekið og nýttu margir sér það
að geta spjallað án truflunar snjalltækja í frímínútum. Ákveðið var að halda
upp á vel heppnað verkefni og var 7. – 10. bekk boðið í kakó og skúffuköku sem
nokkrar stúlkur úr 9. og 10. bekk bökuðu, í frímínútum í morgun. Þar var m.a.
rætt hvernig til tókst og hvort ekki sé ástæða sé til að endurtaka leikinn
fljótlega. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin við það tækifæri.
Lesa meira
17.03.2017
Nú höldum við í Hlíðarfjall í dag. Veður er gott og vonandi lætur sólin sjá sig. Þá er bara að klæða sig vel og hafa með sér hollt og gott nesti.
Lesa meira
14.03.2017
Fimmtudaginn 16 mars er fyrirhugaður útivistardagur í Hlíðarfjalli. Þá fara allir nemendur skólans með rútu í Hliðarfjall að morgni og koma til baka kringum hádegi. Þeir sem eru í 6. bekk og eldri mega vera lengur með skriflegu leyfi foreldra.
Lesa meira
09.03.2017
Í gær fóru nokkrir nemendur í sérdeild út og snyrtu umhverfið í
kringum skólann. Ekki skemmdi fyrir hversu gott veðrið var og nutu allir
útiverunnar. Á myndinni má sjá nemendur og kennara þeirra, þær Jóhönnu Jessen
og Sigrúnu Birnu.
Lesa meira
28.02.2017
Dagana 1., 2. og 3. mars verður vetrarfrí í Síðuskóla.
Nemendur verða í fríi þessa daga og mæta aftur til starfa mánudaginn 6. mars.
Lesa meira
20.02.2017
Á mánudagsmorgun lögðu nemendur 7. bekkjar ásamt umjónarkennurum af stað að Reykjum í Hrútafirði þar sem þeir dvelja þessa vikuna við leik og störf. Hópurinn lagði af stað heim til Akureyrar kl. 8.50 í morgun og er væntanlegur í Síðuskóla milli klukkan 11:00 og 11:30.
Lesa meira
13.02.2017
Nú er landsleikurinn Allir lesa í fullum gangi og tæplega 2.000 þátttakendur hafa lesið í rúmlega 20.400 klukkustundir, en það jafngildir 850 dögum á þeim 13 dögum sem af eru keppni. Nóg er eftir og enn bætast við nýir notendur daglega.
Til að gera lesturinn enn skemmtilegri er hér í viðhengi bókabingó Allir lesa sem hægt er að prenta út. Þetta er fyrst og fremst til gamans gert og tilvalið fyrir yngri lesendur sem vantar lestrarhvatningu en eldri lesendur geta líka fundið margt við sitt hæfi á bingóspjaldinu.
Hér má nálgast bókabingó.
Lesa meira
27.01.2017
Árshátíð Síðuskóla verður haldinn fimmtudaginn 9. og föstudaginn 10. febrúar nk. Á fimmtudag hefst skóli klukkan 8:00 og stendur til um kl. 13:00 hjá yngsta stigi. Athugið að 1. bekkur dvelur í skólanum fram að sýningu kl. 14:30 þennan dag sem þeir taka þátt í. Eldri nemendur ljúka skóla um hádegi en það getur verið aðeins breytilegt eftir því hvernig stendur á. Klukkan 14:30 hefst fyrsta foreldrasýning og þá tekur við dagskrá samkvæmt meðfylgjandi skipulagi. Á föstudag er ekki kennsla heldur mæta nemendur í skólann miðað við skipulag. Skipulag árshátíðar.
Myndir frá sýningu fimmtudagsins kl. 16:30
Lesa meira