25.01.2017
Á dögunum fengum við nokkrar stúlkur úr landsliði Íslands í knattspyrnu í heimsókn. Þær heimsóttu nemendur í 10. bekk í íþróttatíma en aðrir nemendur áttu kost á að koma og hitta þær, spjalla og fá eiginhandaáritun. Þetta eru flottar fyrirmyndir og gaman að þær höfðu tök á að heimsækja nemendur í Síðuskóla. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
20.01.2017
Mánudaginn 23. janúar og þriðjudaginn 24. janúar eru foreldraviðtöl. Foreldrar hafa skráð sig í viðtal hjá umsjónarkennara og mæta á þeim tíma með sínum börnum. Stjórnendur og aðrir kennarar verða í skólanum þessa daga og ef foreldrar óska eftir að ná tali af fleiri starfsmönnum en umsjónarkennurum er það sjálfsagt mál. Miðvikudaginn 25. janúar er hefðbundinn skóladagur.
Lesa meira
18.01.2017
Í janúar barst
þessi fallega maríuhæna til skólans. Árvökull nemandi kom með hana en hún hafði
borist til landsins með dönskum nordmannsþin sem er eitt algengasta jólatré
landsins. Ekki varð maríuhænan langlíf í haldi og fór kennari með hana til
Akureyraseturs Náttúrufræðistofnunar. Þar var staðfest að þessi tegund
maríuhænu heitir sjödeppla og er ein algengasta tegundin í Mið-Evrópu. Á
fræðimáli kallast hún Coccinella septempunctata.
Hún hefur áður borist til landsins með varningi en
ekki er vitað til þess að hún hafi numið hér land. Þetta er í fyrsta skipti sem
þessi tegund finnst á Akureyri. Nánar má fræðast um tegundina á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. http://www.ni.is/biota/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/coleoptera/coccinellidae/sjodepla-coccinella
Lesa meira
13.01.2017
Í morgun var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún
er haldin þegar nemendur hafa safnið þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin
hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Í ár var Magni
Ásgeirsson tónlistarmaður fenginn til að koma og skemmta. Mikil gleði ríkti í
salnum í morgun og tóku nemendur hraustlega undir með söngnum hjá Magna. Hér má
sjá myndir frá hátíðinni.
Lesa meira
12.01.2017
Þessa vikuna hafa nemendur og starfsfólk mætt í öðruvísi fötum
en venjulega, í gær var t.d. rauður dagur og í dag er náttfatadagur. Í tilefni
rauða dagsins í gær tókum við nokkrar myndir af nemendur sem sjá má hér.
Lesa meira
10.01.2017
Síðuskóli hefur átt mörg undanfarin ár farsælt samstarf við
leikskóla í hverfinu. Einn þáttur þess samstarfs eru heimsóknir. Ein slík var í
morgun þegar hluti elstu nemenda af leikskólanum Öspinni – Krógabóli komu og tóku
þátt í íþróttatíma hjá 1. bekk. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir allan hópinn í lok tíma.
Lesa meira
06.01.2017
Í vikunni 9. - 13. janúar stendur nemendaráðið fyrir "öðruvísi dögum" þar sem nemendur eru hvattir til að mæta í öðruvísi fötum en venjulega. Það er gaman ef sem flestir geta tekið þátt og sett þannig svip á skólabraginn :) Hver dagur hefur sitt einkenni:
Mánudagur 9. janúar - Íþróttaföt
Þriðjudagur 10. janúar - Stelpur í strákafötum og strákar í stelpufötum
Miðvikudagur 11. janúar - Rauður dagur
Fimmtudagur 12. janúar - Náttfatadagur
Föstudagur 13. janúar - Sparifatadagur
Lesa meira
22.12.2016
Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Nemendur mæta aftur í skólann miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Þriðjudaginn 3. janúar er skipulagsdagur og Frístund er opin frá 13:00 - 16:15 þann dag.
Lesa meira
19.12.2016
Daglegur lestur er mikilvægur til að efla leshraða og auka almenna færni í lestri. Tilvalið er að lesa í jólafríinu. Lestrarbingó Heimilis og Skóla má nálgast hér ef menn vilja gera lesturinn að leik í jólafríinu.
Bingóspjald 1 Bingóspjald 2
Lesa meira
14.12.2016
Síðasti skóladagurinn þetta árið í Síðuskóla er 21. desember. Þá verða litlu jólin haldin frá klukkan 9:00-11:00. Dagskrá er með hefðbundnu sniði. Það mæta allir í sínar heimastofur klukkan 9:00. Það horfa allir á jólaleikrit 6. bekkjar á sal sem tekur um 20 mínútur en dvelja svo með umsjónarkennara í heimastofum. Þangað koma jólasveinar í heimsókn og færa nemendum mandarínur.
Um klukkan 10:00 verður farið inn í íþróttasal en þar munu allir nemendur skólans ganga saman kringum jólatré og syngja saman gömul og góð jólalög. Dagskrá lýkur klukkan 11:00 þennan morgun. Þá fara nemendur heim, nema þeir sem skráðir eru í Frístund þennan dag. Skóli hefst aftur að jólaleyfi loknu miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira