Fréttir

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Við í Síðuskóla lögðum okkar að mörkum með ýmsum hætti. Í morgun var samverustund á sal þar sem yngsta stigið kom saman, rætt var um samskipti og 4. bekkur sýndi leikrit sem undirstrikaði mikilvæg atriði í samskiptum. Eftir löngu frímínútur fóru svo allir út, bæði nemendur og starfsfólk og mynduðu vináttukeðju á skólalóðinni. Þrjár stúlkur í þriðja bekk útbjuggu vinabönd handa bekkjarfélögum, sjá nánar á bekkjarsíðu 3. bekkjar. Hérna má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira

Jól í skókassa

Sú hefð hefur myndast að 7. bekkur taki þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa“ sem er á vegum KFUM/K á Íslandi. Krakkarnir safna öllu mögulegu í skókassana og leggur hvert þeirra fram 1200 kr. t.d. til að kaupa nauðsynjavörur sem á að fara í kassana. Það eru munaðarlaus og fátæk börn í Úkraníu sem fá jólaglaðning frá okkur en jólin hjá þeim er 7. janúar. Hér má sjá myndir frá því er 7. bekkur vann að verkefninu.
Lesa meira

Heimsókn úr Tónlistarskólanum

Í gær, fimmtudaginn 3. nóvember, fengum við góða heimsókn í skólann. Þá kom blásarasveit úr Tónlistarskólanum, undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, og spilaði fyrir nemendur á yngsta stigi. Ella Vala kynnti einnig hljóðfærin fyrir nemendum milli laga. Ekki var annað að sjá en nemendur skólans kynnu vel að meta tónlistina, og var hljómsveitinni vel tekið. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir hljómsveitina og Ellu Völu stjórnanda hennar.
Lesa meira

Félagsvist á unglingastigi

Í dag, 26.október, hófst skólinn eftir haustfrí hjá nemendum á unglingastigi með félagsvist.  Spilað var á 28 borðum í matsal skólans.  Félagsvistin tókst vonum framar og verður eflaust endurtekin fljótlega á meðan krakkarnir muna enn reglurnar.  
Lesa meira

Bleiki dagurinn

Myndir frá bleika deginum föstudaginn 14. október. Það var ánægjulegt hver margir klæddust bleiku á föstudaginn. Það á bæði við um nemendur á starfsfólk. Jói fór í göngutúr með myndavélina og myndaði nokkra bleika og brosandi.
Lesa meira

Peysusala 10. bekkjar

Í foreldraviðtölum í næstu viku munu nemendur í 10.bekk bjóða peysur til sölu. Peysurnar eru merktar Síðuskóla og fást í nokkrum litum. Einnig stendur til boða að merkja peysurnar með nöfnum eða gælunöfnum. Merkingarnar eru líka í nokkrum mismunandi litum. Peysurnar eru bæði til heilar og renndar.  Heilar kosta 6000 og fást í s – xxl  og renndar kosta 6500 krónur og sömu stærðir í boði. Öllum nemendum skólans stendur til boða að kaupa sér peysu. Hér eru myndir
Lesa meira

Myndbönd um hlutverk skólaráðs og nemendafélags

Fyrir skömmu voru gerð myndbönd um hlutverk skólaráða og nemendafélags í grunnskólum. Heimili og skóli ásamt fleiri hagsmunaaðilum stóðu að gerð myndbandananna. Hægt er að smella hér til að sjá myndbandið um nemendaráð og hér til að sjá skólaráðsmyndabandið.
Lesa meira

Bleikur dagur 14. október

Föstudaginn 14. október eru nemendur og starfsmenn hvattir til að klæðast bleiku en þannig sýnum við Krabbameinsfélaginu stuðning í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Lesa meira

Fyrsti söngsalur skólaársins

Í dag var fyrsti söngsalurinn þetta skólaárið. Það voru nemendur í 1. og 6. bekk sem völdu lögin að þessu sinni. í samráði við nemendaráð var ákveðið að hafa lögin á söngsal alltaf íslensk. Að venju var byrjað á Síðuskólasöngnum en svo tóku við ýmis lög, bæði gömul og ný. Undirspilari var ívar Helgason söngkennari en hann mun koma að tónlistarviðburðum og tónlistakennslu í einhverjum mæli í skólanum í vetur. Hér má sjá fleiri myndir fá söngsal.
Lesa meira

Viðtalsdagar og frammistöðumat

Nú er opið fyrir frammistöðumat í mentor. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða nemendur við að fylla út matið í síðasta lagi fimmtudaginn 13. október. Föstudaginn 14. október er hægt að skoða mat kennara. Athugið að frammistöðumatið hefur verið einfaldað nokkuð frá því í fyrra í 5.  - 10. bekk þar sem námsgreinum í matinu er fækkað. Við minnum einnig á að skrá viðtalstíma í foreldraviðtöl sem verða dagana 19. og 20. október. Vinsamlegast skráið ykkur á tíma í síðasta lagi föstudaginn 14. október.
Lesa meira