09.03.2016
Í dag voru nemendur 8. bekkjar með kynningu á hinum ýmsu fyrirtækjum og starfsgreinum. Þeir heimsóttu fyrirtæki og kynntu sér starfsemina og útbjuggu veggspjöld og kynningarbása. Hér má sjá myndir.
Lesa meira
09.03.2016
Í dag var skemmtileg kynning frá nemendum á sal. Það voru
þau Halldór Birgir í 7. bekk og Kristlaug Eva í 6. bekk sem kynntu einhverfu og ADHD og
sögðu stuttlega frá sinni reynslu af þeim röskunum. Þau stóðu sig vel og kynningin
var haldin fyrir nemendur á miðstigi sem fylgdust áhugasöm með og fengu að
lokinni kynningu að spyrja nokkurra spurninga. Meðfylgjandi mynd er tekin á
kynningu Halldórs.
Lesa meira
04.03.2016
Laugardaginn 5. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar 2016.Þátttakendur eru Hríseyjarskóli, Leikskólarnir Hólmasól, Sunnuból og Pálmholt, grunnskólarnir Naustaskóli og Síðuskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Áki Sebastian Frostason, Anne Balanant, Björg Eiríksdóttir, Elsa Dóra Gísladóttir, Egill Logi Jónsson og James Earl Ero Cisneros Tamidles. Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
Lesa meira
26.02.2016
Árshátíð Síðuskóla er 25. og 26. febrúar. Þessa daga sýna flestir bekkir atriði á sviði bæði fyrir nemendur á hátíð nemenda og á sérstökum foreldrasýningum. Þá eru einnig böll fyrir nemendur á öllum stigum, miðstig á fimmtudagskvöldi, yngsta stig á föstudagsmorgni og unglingastig á föstudagskvöldi.
Nánara skipulag er hér.
Hér má sjá myndir frá sýningum og böllum.
Undirbúningur Foreldrasýning 1 Foreldrasýning 2 Foreldrasýning 3 Árshátíð yngsta stigs Árshátíð miðstigs Árshátíð unglingastigs og myndataka Gulla.
Lesa meira
17.02.2016
Árshátíð Síðuskóla fer fram fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar. Nemendur eru í skólanum til kl. 13:00 á fimmtudaginn en fyrsta sýning fyrir foreldra byrjar kl. 14:30 þann dag og kaffisala að henni lokinni. Ekki er greiddur aðgangseyrir á sýningar en borga þarf inn á böll á miðstigi kr. 500 og unglingastigi kr. 1000.
Hér má sjá myndir:
Undirbúningur
Fyrri foreldrasýning á fimmtudag
Seinni foreldrasýning á fimmtudag
Árshátið miðstigs á fimmtudag
Árshátíð yngsta stigs á föstudag
Foreldrasýning á föstudag
Lesa meira
15.02.2016
Fimmtudaginn 18. febrúar nk. verður Síðuskóli með opið hús milli kl. 9:00 og 11:00 fyrir foreldra sem eiga börn fædd árið 2010. Á Akureyri hafa foreldrar verðandi 1. bekkinga haft val um hvaða skóla þeir velja fyrir þau börn sem eru að hefja nám í 1. bekk. Skólastjórnendur verða til viðtals og færi gefst á að skoða skólann og kynnast húsnæðinu lítillega og því starfi sem fram fer.
Lesa meira
04.02.2016
Nú hafa safnast rúmlega 20.000 hrósmiðar á liðlega einu ári og þá er haldin hátíð fyrir allan skólann. Stundum hafa komið söngvarar sem syngja fyrir alla á sal og í fyrra fengum við danskennara sem fékk alla nemendur og starfsmenn skólans með sér í dans í íþróttahúsinu. Hér má sjá myndir af undirbúningi og nemendum sem kunna gott að meta.
Lesa meira
02.02.2016
Umsjónarkennari getur gefið leyfi frá skóla í allt að tvo daga séu fyrir hendi gildar ástæður. Vilji foreldar sækja um leyfi barns frá skóla í þrjá daga eða lengur þarf að útfylla eyðublað og fara með í skólann.
Eyðublaðið má nálgast hér og einnig í tengli til hliðar
Lesa meira
29.01.2016
Í vikunni var tilkynnt um hvaða lína í 100 töflunni var dreginn út í 100 miða leiknum. Síðustu tvær vikur hafa starfsmenn afhent nemendum sem fara að reglum skólans sérstaka hrósmiða, eða svokallaða 100 miða. Þeim er raðað upp á töflu með tölunum 1-100 og síðan er ein lóðrétt lína dregin út. Í þetta sinn voru það þeir nemendur sem höfu sett miðann á tölu sem endar á 7 sem duttu í lukkupottinn. Í viðurkenningaskyni fengu þeir að fara á kaffihús, Kaffi ilm með tveimur af stjórnendum skólans og þiggja kakó og kökusneið. Ferðin var hin ánægjulegasta og áttu hlutaðeigandi ánægjulega stund saman. Hér má sjá myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt og úr ferðinni á kaffihúsið.
Lesa meira
22.01.2016
Í síðustu viku fór Þuríður námsráðgjafi inn í 3. bekk og var
með starfsfræðslu fyrir nemendur. Krakkarnir fóru m.a. af stað í skólanum og tóku viðtöl við
starfsmenn skólans, spurðu út í starfið þeirra og teiknuðu mynd af viðkomandi.
Þegar nemendur höfðu lokið við verkefnið lásu þau verkefnið upp fyrir hvort annað
og sýndu myndina. Myndin hér til hliðar var tekin við það tækifæri.
Lesa meira