17.09.2015
Úrslit í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla voru tilkynnt í morgun.
Lesa meira
16.09.2015
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Allir nemendur í 2. bekk og eldri tóku þátt í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla þar sem menn reyna að bera kennsl á sem flestar myndir fuglum, plöntum og landslagi. Úrslit verða vera kunnkjörð á morgun þar sem Náttúrfræðingur verður tilnefndur og viðurkenningar fyrir góðan árangur veittar.
Nemendur Síðuskóla voru á faraldsfæti í dag þar sem víða var komið við. Veðrið hefði getað verið skemmtilegra en við því er ekkert annað ráð en klæða sig vel. Hér má sjá myndir frá vettvangsferð 7. bekkinga.
Lesa meira
11.09.2015
Fyrsti söngsalur skólaársins var haldinn fimmtudaginn 10. september. Í þetta sinn völdu 1. og 6. bekkur lögin sem sungin voru. Hér má sjá myndir.
Lesa meira
10.09.2015
Norræna skólahlaupið fór fram í blíðskaparveðri s.l. þriðjudag. Allir sem vettlingi gátu valdið hlupu 2.5 km hring í hverfinu. Svavar Sigurðarson körfuboltakappi og fyrrum nemandi við Síðuskóla, kom og veitti sigurvegurunum verðlaun. Hér má sjá myndir
Lesa meira
08.09.2015
Í dag 8. september er alþjóðadagur læsis. Nemendur í 5. bekk afhentu fræðsustjóra, Soffíu Vagnsdóttur þetta fína póstkort sem þeir höfðu skrifað til einhverrar persónu um mikilvægi lesturs. Soffía safnaði saman kortunum og er ætlunin að pósleggja þau til viðtakenda. Allir nemendur fengu á dögunum svona kort til að minna á mikilvægi læsis og hvernig það opnar okkur í raun dyr að öllum heiminum. Myndir úr 5. bekk
Lesa meira
04.09.2015
Í vetur er boðið upp á dönskuval í skólanum. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra skóla, Gilja-, Glerár- og Síðuskóla á Akureyri og Börnenes Friskole í Aarhus í Danmörku. Nemendur í þessu vali eru 30 og danski bekkurinn telur 19 nemendur. Sótt var um styrk til Nordplus Junior sem mun fjármagna þetta verkefni að mestu.
Dönsku nemendurnir koma í heimsókn til Akureyrar í vikunni 6. - 12. september. Unnin verða verkefni á dönsku sem tengjast Danmörku og Íslandi. Að auki verður farið í ýmsar ferðir s.s. heimsókn í Mývatnssveit, útsýnisferð um Akureyri og að lokum munu dönsku nemendurnir fara í Skagafjörð. Dönsku nemendurnir munu gista á gistiheimili, á heimilum íslensku nemendanna og síðustu nóttina mun svo allur hópurinn gista saman í Glerárskóla.
Í apríl mun íslenski hópurinn svo fara til Aarhus þar sem áfram verða unnin sameiginleg verkefni auk ýmissar afþreyingar.
Líklegt er að starfsfólk og nemendur skólans verði varir við erlenda gesti á göngum skólans í næstu viku og vonum við að vel verði tekið á móti þeim.
Lesa meira
02.09.2015
Út er komið Fréttabréf september og ætti að hafa borist foreldrum með tölvupósti. Eldri Fréttabréf má nálgast hér.
Lesa meira
02.09.2015
Nú er skólastarfið að komast í sínar hefðbundun skorður. Nokkur atriði sem hafa má í huga:
Valgreinar unglinga jafnt innan skóla sem utan eru byrjaðar.
Íþróttir verða úti fyrstu vikurnar meðan vel viðrar. Við látum vita þegar það breytist.
Kennarar nota þessa fyrstu daga oft til vettvangsferða um nágrennið eða í lengri ferðir. Foreldrar fá þá að vita um það sérstaklega.
Norræna skólahlaupið verður þriðjudaginn 8. september.
9. September hefst átakið "Göngum í skólann" þar sem allir eru hvattir til að koma gangandi eða á reiðhjóli í skólann.
Dagur læsis er þriðjudaginn 8. september. Að því verður sérstaklega hugað á öllum stigum.
Lesa meira
05.08.2015
Skólasetning haustið 2015 verður föstudaginn 21. ágúst. Mæting á sal skólans:
2. - 5. bekkur klukkan 9:00
6. - 10. bekkur klukkan 10:00
Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir sérstaklega í viðtal dagana 21. og 24. ágúst. Skóli hjá þeim hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.
Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar eru beðnir um að mæta í skólann föstudaginn 14. ágúst milli klukkan 10:00 og 15:00 og undirrita dvalarsamning. Hægt er að prenta hann út og fylla út heima og skila inn þennan dag eða annan dag eftir samkomulagi.
Lesa meira
12.06.2015
Námsgagnalista fyrir skólaárið 2015-2016 má finna hér.
Lesa meira