Fréttir

Hljóðfærakynning í 3. bekk

Í morgun fengum við góða heimsókn í skólann þegar þeir Jakub og Gert-Ott, kennarar frá Tónlistarskólanum á Akureyri, komu til okkar. Þeir voru að kynna tréblásturshljóðfæri og fengu nemendur fræðslu um hljóðfærin og fengu einnig prófa að blása í klarinett og saxofón. Þeir félagar koma svo aftur í næstu viku og heimsækja þá 4. bekk. Hérna má sjá fleiri myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.
Lesa meira

Grenndargralið í Síðuskóla

Leitinni að Grenndargralinu er lokið þetta skólaárið en það var nemandi í 10. bekk, Kristján Rúnar Kristjánsson sem fann Grenndargralið í ár. Að launum fær hann verðlaunapening og veglegan farandbikar sem geymdur verður í skólanum næsta árið eða þar til keppninni lýkur að ári. Þeir sem þátt tóku í leitinni og skiluðu svörum við öllum þrautunum fengu einnig afhent viðurkenningarskjal fyrir framúrskarandi þátttöku. 
Lesa meira

Spurningakeppni 1. des í unglingadeild

Í dag var haldin spurningakeppni á sal þar sem nemendur unglingastigs kepptu milli árganga. Keppnin var tvær umferðir og var dregið um hverjir myndu byrja. Fyrst voru það 9. og 10. bekkur  sem kepptu og þar vann 10. bekkur eftir spennandi lokasprett. Þá kepptu 8. bekkingar við sigurvegara fyrri umferðar en 10. bekkingar unnu nokkuð örugglega og hlutu að launum bikar, dagatal og bíómiða frá Borgarbíó. Myndir
Lesa meira

Ævar vísindamaður

Í dag kom rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson í heimsókn og las upp úr bók sinni Þín eigin goðasaga. Mikill fjöldi nemenda hlýddi á eða 3. - 8. bekkur og áhuginn skein úr hverju andliti. Svona uppbrot er alltaf skemmtilegt og hvetur vonandi nemendur til dáða þegar kemur að lestri. Myndir frá upplestrinum.
Lesa meira

Heimsókn slökkviliðs og rýmingaræfing

Í vikunni stóð öryggisráð skólans fyrir rýmingaráætlun þar sem farið var út um neyðarútgang á C og D gangi. Nemendur vissu að þetta stæði til og fengu að vera inni á skóm og í yfirhöfnum. Þegar svo bjallan hringdi fóru allir út um gluggann og söfnuðust saman í röðum á fyrirfram ákveðnu svæði. Kennarar og starfsmenn aðstoðuðu og gripu með sér rauð/græn spjöld sem eiga að vera í öllum stofum. Þegar búið er að staðfesta að allir séu komnir út snúa þeir grænu hliðinni fram. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. í dag fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá slökkviliðinu. Þar fengu þeir fræðslu. Hér má sjá myndir frá 3. bekk.
Lesa meira

SMT vináttudagur

Í dag héldum við SMT dag og viðfangsefnið að þessu sinni var vinátta og að sjálfsögðu fléttast þar ábyrgð og virðing saman við svo einkunnarorð skólans eru í fyrirrúmi, ÁBYRGÐ - VIRÐING - VINÁTTA. Vinabekkir hittust og spiluðu saman í tæpa klukkustund og eldri nemendur leiðbeindu þeim yngri. Þeir bekkir sem unnu saman í dag voru 1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur, 3. og 10. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur. Eins og meðfylgjandi myndir sýna gekk dagurinn vel og nemendur nutu þessarar tilbreytingar og samveru.
Lesa meira

Svíþjóðarfarar

Þriðjudaginn 17. nóvember flugu 16 nemendur Síðuskóla til Svíþjóðar. Þetta eru Freyr, Soffía, Eygló og Elísabet úr 9. bekk og Rakel, Hulda Björg, Viktor, Ómar, Hörður, Alma, Sævar, Björn, Bjarki, Linda og Brynja sem eru nemendur úr 10. bekk. Farastjórar eru Bibbi og Björk umsjónarkennarar úr 9. bekk og Sigga Bjarna umsjónarkennari í 7. bekk. Þessi ferð er styrkt af Comernius og er hluti af verkefni sem tengist forritun en það er ein valgreinanna sem boðið er upp á í skólanum. Ferðin út gekk vel og nemendur mættu í sænska skólann í gær eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í vor munum við taka á móti sænskum nemendum sem dvelja munu viku á Íslandi og sækja nám í Síðuskóla. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni og fleiri myndir hér.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Þann 16. nóvember höldum við hátíðlegan dag íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Ýmislegt er gert í tilefni þessa dags. Stóra upplestrarkeppnin er sett í 7. bekk og nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Litla upplestarkeppnin í 4. bekk er einnig sett þennan dag og vinna þeir nemendur einnig markvisst að þjálfun í lestri. Nemendur fóru í heimsókn á leikskóla og lásu fyrir börnin. Myndir frá af 4. og 7. bekk á sal þegar stóra upplestrarkeppnin og litla upplestrarkeppnin voru settar.  Á unglingastigi hefur sú hefð haldist í mörg ár að hver árgangur hittist í einum grunnskólanna. Þar er breytilegt milli ára hver áherslan er. Stundum eru fluttar ræður en stundum sýna nemendur leikþætti eða lesa upp og þá er ákveðið viðfangsefni hverju sinni. Í ár voru það íslensku þjóðsögurnar sem nemendur túlkuðu. Hér má sjá myndir af nemendum 9. bekkjar en þeir hittust hér í Síðuskóla.
Lesa meira

Þemadagur - LÆSI

Í dag var þemadagur í skólanum þar sem þema dagsins var læsi. Nemendum var blandað í hópa þvert á árganga þar sem nemendur úr hverjum árgangi voru í öllum hópum. Viðfangsefnin voru fjölbreytt og skemmtileg, t.d. gerð bókamerkja, tilvitnanir úr bókum voru skrifaðar upp og límdar á gólfin, unnið með veður læsi og spurningakeppni sem reyndi á merkjalestur svo dæmi séu nefnd. Nemendur voru til fyrirmyndar og þeir eldri fundu til sín þegar þeir gátu aðstoðað þá yngri. Hér má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira

Söngsalur og nýr SMT fáni

Í morgun var söngsalur. Allir nemendur komu saman á sal og sungu lög sem 2. og 7. bekkur völdu. Systa spilaði undir nokkur lögin á gítar en með aðstoð tæknimannanna Snævars og Kristjáns var undirspil annarra laga af youtube. Í lok söngsals afhenti Ólöf Inga skólastjóri Huldu Margréti Sveinsdóttur, formanni nemendaráðs nýjan SMT fána þar sem sá gamli var orðinn veðraður og lúinn. Nemendur í nemendaráði fóru síðan út og tóku gamla fánann niður og flögguðu þeim nýja. Hér eru myndir frá söngsalnum og nemendaráði.
Lesa meira