15.01.2016
Í vikunni hafa verið Öðruvísi dagar í Síðuskóla. Í gær var búningadagur og sáust margir skemmtilegir búningar. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í gær.
Lesa meira
14.01.2016
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur snjó kyngt niður í bænum að undanförnu. Í morgun var fallegt um að litast eftir snjókomuna og var þessi mynd tekin við skólann.
Lesa meira
05.01.2016
Í dag hefst skólastarf aftur af fullum krafti eftir jólafrí. Við vonum að allir séu vel hvíldir og upplagðir til að takast á við námið. Þó að námið verði í fyrirrúmi næstu vikurnar er ýmislegt uppbrot í gangi. Í næstu viku hefst 100 miða leikur sem er árviss í skólanum. Nemendaráð stendur fyrir furðufataviku 11. - 15. janúar. Vonandi verða bæði starfsmenn og nemendur virkir og setja svip á skólann en það er að sjálfsögðu frjálst val hvort menn taka þátt.
11. janúar rauður dagur, 12. janúar höfuðfatadagur, 13. janúar íþróttafatadagur, 14. janúar búningadagur og 15. janúar sparifatadagur.
Lesa meira
18.12.2015
Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá. Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og Frístund er opin frá 8:00-13:00 þann dag.
Lesa meira
15.12.2015
Í gær kom foreldrafélag Síðuskóla færandi hendi og færði bókasafni skólans að gjöf 25 bækur. Það þarf vart að nefna mikilvægi lesturs í náminu
og því kemur þessi gjöf að góðum notum. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega
fyrir þessa góðu gjöf um leið og vil hvetjum alla nemendur til að vera
duglega að lesa í jólafríinu. Á myndinni má sjá þær Ólöfu Ingu skólastjóra og
Guðrúnu, starfsmann bókasafns Síðuskóla, með hluta gjafarinnar.
Lesa meira
15.12.2015
Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin í Síðuskóla. Allir nemendur mæta klukkan 9:00 og lýkur dagskrá klukkan 11:00. Nemendur mæta í sínar heimastofur en hluti fer síðan í salinn og horfir á jólaatriði 6. bekkjar. Að því loknu fara þeir í stofur og hinir sem byrja í stofum horfa á 6. bekk í matsalnum. Klukkan 10:10 verður haldið í íþróttasalinn þar sem allir sameinast kringum jólatréð og syngja og dansa saman.
Að litlu jólum loknum hefst jólafrí nemenda. Skóli hefst síðan aftur þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
10.12.2015
Í dag byrjuðum við daginn á söngsal þar sem allir nemendur skólans komu saman og sungu jólalög. Að þessu sinni var það nemendaráðið sem valdi lögin og Systa okkar spilaði undir á gítar.
Að söngsal loknum hófst föndurstund á öllum stigum skólans. Yngsta stig sameinaðist í föndri, miðstig og unglingastig. Nemendur höfðu val um að búa til alls konar fallega muni og jólakort og önnur afþreying eins og skák og spil voru í boði fyrir þá sem ekki líkaði föndrið.
Allir á mið- og unglingastigi fengu kakó og smákökur í boði skólans í frímínútum. Þetta var skemmtilegt stund og allir, bæði starfsfólk og nemendur lögðust á eitt við að láta daginn heppnast vel.
Hér má sjá myndir frá föndrinu og söngsalnum.
Lesa meira
08.12.2015
Í dag verður hefðbundinn skóladagur þar sem veður hefur gengið niður.
Lesa meira
07.12.2015
Þar sem spáð er mjög slæmu veðri í nótt og frameftir morgni biðjum við ykkur að fylgjast vel með tilkynningum á RÚV og Bylgjunni kl. sjö í fyrramálið um hvort einhverjar breytingar verða á skólahaldi. Einnig munu koma fram upplýsingar hér á heimasíðunni og í tölvupósti.
Lesa meira
04.12.2015
Á samverustund miðstigs í morgun var tilkynnt um sigurvegara í lestrarkeppni nemenda á miðstigi. Að þessu sinni var það 6. bekkur sem sigraði en nemendur þar hafa lesið í 8550 mínútur síðan keppnin hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn. Markmiðið var að byggja háan turn úr lestrarstrimlum en þegar nemendur höfðu lesið í samtals 30 mínútur fengu þeir afhendan strimil til að bæta í turinn. Þar sem allir á miðstiginu stóðu sig vel og lásu fjöldamargar bækur var ákveðið að allir fengju að njóta verðlaunanna sem verður bíómynd á sal skólans næsta mánudag. Sigurvegararnir í 6. bekk fá að velja myndina.
Lesa meira