Fréttir

Microbit smátölvur í 6. og 7. bekk

Verkefni er hafið í skólanum sem heitir  Kóðinn 1.0 og snýst um að kynna grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk. Það fá allir nemendur afhenta smátölvu (microbit) sem þeir geta forritað og leikið sér með.  Um er að ræða samstarfsverkefni grunnskóla í landinu og mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum.  Hægt er að finna upplýsingar um verkefnið á KrakkaRÚV, www.krakkaruv.is . Þegar 6. bekkur fékk sínar smátölvur afhentar vöktu þær mikinn áhuga, sumir höfðu heyrt af verkefninu aðrir vissu ekkert hvað þetta var. Þessar myndir, sem hér má sjá, voru teknar þegar þau fengu þær í hendur. Það fá síðan allir 6.bekkingar að taka sína smátölvu með heim eftir tvær kennslustundir í skólanum.
Lesa meira

Söngsalur og föndur

Í dag byrjuðu allir nemendur skóladaginn á söngsal. Þar voru jólalögin í fyrirrúmi en það voru 2. bekkur og 7. bekkur sem völdu lögin að þessu sinni. Eftir söngsalinn tók við óhefðbundin dagskrá á öllum stigum. Þar var margs konar föndur í boði og nemendur útbjuggu hin ýmsu listaverk. Á unglingastigi var einnig í boði að læra, spila eða horfa á kvikmynd ef föndrið heillaði ekki. Nemendur nutu sín þennan dag eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Lesa meira

Starfskynningar 8. bekkjar

Síðustu daga hafa nemendur í 8. bekk heimsótt og kynnt sér starfsemi hinna ýmsu fyrirtækja og starfa. Unnið var úr upplýsingum í skólanum. Allir hópar gerðu veggspjöld og útbjuggu bás og foreldrum og forráðamönnum var síðan boðið í heimsókn til að kíkja á afraksturinn og nemendum í 7. bekk. Kaffi og kökur voru í boði. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Umbun 1. bekkur

Í dag var umbun hjá 1. bekk og fóru allir út að gera snjókarla. Hér má sjá myndir og skemmtu allir sér vel, eins og sjá má á þessum myndum.
Lesa meira

SMT vináttudagur

Einkunnarorð Síðuskóla eru ábyrgð, virðing og vinátta. Við höldum þessum orðum á lofti alla daga en árlega höldum við vináttudag. Þá hittast vinaárgangar og gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.  í dag fór 6. bekkur í heimsókn í íþróttatíma í 1. bekk og lék með og aðstoðaði yngstu nemendur skólans. í 2. bekk og 7. bekk spiluðu eldri og yngri nemendur saman en það var einnig gert í 3. bekk og 8. bekk, sem og 4. bekk og 9. bekk. Að þessu sinni ætla 5. bekkur og 10. bekkur að hittast á morgun þar sem önnur störf eru meira aðkallandi í dag. Hér má sjá myndir frá vináttudeginum.
Lesa meira

Lestrarkeppni Síðuskóla 2016

Í gær voru kynnt úrslit í Lestrarkeppni Síðuskóla sem er nýlokið. Hún fór þannig fram að nemendur 2. – 10. bekkjar söfnuðu klst. sem þeir lásu, þær voru skráðar og í lokin var reiknaður út meðaltími á hvern nemanda í hverjum bekk fyrir sig. Úrslitin urðu þau að 4. bekkur vann með 4,93 klst. að meðaltali á nemanda. Allir nemendur komu á sal í morgun þar sem úrslitin voru kynnt. FOKS, Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla, gaf verðlaunin sem voru pizzuveisla og komu þeir Sigmundur og Heimir og afhentu gjafabréf. Myndin sem fylgir fréttinni er af verðlaunabekknum, en hana má einnig sjá hér.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember, minnumst við fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Í skólanum er hefð fyrir því að brjóta upp hversdagsleikann á þessum degi og njóta þess að nýta tungumálið okkar á fjölbreyttan hátt.  Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal skólans við hátíðlega athöfn. Síðan tekur við æfingatímabil sem lýkur með lokakeppni í vor. Hér má sjá myndir frá setningunni.
Lesa meira

Reiðhjólanotkun

Landsamband hjólreiðamanna (LSH) sendi skólum landsins ósk um aðstoð við að kanna reiðhjólanotkun grunn- og framhaldsskólanema á þessu skólaári. Um er að ræða mánaðarlega talningu hjóla og upplýsingar um viðeigandi geymslubúnað s.s. hjólagrindur, við skólann.  Fyrsta talning fór fram á vegum sérdeildar og er skemmst frá því að segja að hjólin voru 104 talsins og hjólagrindurnar 110. Hins vegar eru þær illa nýttar. Ennfremur er eftirtektarvert hversu mörg hjólin voru án ljósabúnaðar og bjöllu sem er áhyggjuefni þar sem mikið myrkur er úti þegar við leggjum af stað í skólann á morgnana.  Þetta er skemmtilegt verkefni sem áhugavert verður að fylgjast með.
Lesa meira

Félagsvist í 5. bekk

Nemendur 5. bekkjar hafa undanfarna föstudaga verið að læra félagsvist undir leiðsögn kennara sinna, þeirra Huldu og Hrannar. Markmiðið er að grípa í spilin á hverjum föstudegi núna í nóvember. Myndin sem hér fylgir er frá sl. föstudegi þegar nemendur spiluðu félagsvist, og ekki annað sjá en allir skemmti sér hið besta.
Lesa meira

Þemadagur 11. nóvember

Í dag, 11. nóvember er þemadagur í Síðuskóla. Að þessu sinni eru íþróttir, tónlist og dans þeir þættir sem við leggjum áherslu á. Nemendur var skipt í hópa eftir stigum þannig að á yngsta stigi eru aldursblandaðir hópar nemenda í 1. - 4. bekk, síðan blandast 5. - 7. bekkingar saman í hópa og unglingarnir í 8. - 10. bekk blandast og skiptast svo í sex hópa.  Hver hópur fer á 6-7 stöðvar um morguninn. Í boði eru útileikir, heilaleikfimi eða spil, fjöltefli, dans, jóga, fjöldasöngur, tónlistarsaga, tarsanleikur, orusta í íþróttasal svo dæmi séu nefnd. Nemendaráð tók að þessu sinni að sér undirbúning þemadags og kom með tillögu að útfærslu og hugmynd að verkefnum á stöðvum. Nokkrir nemendur af unglingastigi tóku að sér að stýra stöðvum með aðstoð kennara s.s. dansi og fræðslu og grunnæfingum í jui-jitsu.  Það er gaman þegar allir leggjast á eitt við að láta svona uppbrotsdag ganga upp. Allir sinntu sínu með sóma, bæði starfsfólk og nemendur :) Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira