17.11.2017
Árshátíð
Síðuskóla verður haldin fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. nóvember nk. Á
fimmtudeginum hefst skóli klukkan 8:00 og stendur til kl. 13:00 hjá yngstu
nemendum en 5.—10.bekkur hættir um hádegisbil. 1. bekkur dvelur í skólanum fram
að sýningu kl. 14:30 þennan dag þar sem þeir taka þátt í fyrstu
foreldrasýningunni. Eldri nemendur ljúka skóla um hádegi en það getur verið
aðeins breytilegt eftir því hvernig stendur á. Klukkan 14:30 hefst fyrsta
foreldrasýning og þá tekur við dagskrá samkvæmt meðfylgjandi skipulagi. Á föstudag er engin kennsla samkvæmt stundaskrá heldur mæta nemendur í
skólann miðað við skipulag.
Lesa meira
14.11.2017
Skólapúlsinn er hluti af innra mati skólans. Nemendur leggja mat á ýmsa þætti sem snúa að skólanum og svarar hluti nemenda spurningum nafnlaust reglulega yfir skólaárið. Nú eru komnar niðurstöður þar sem fjórðungur nemenda hefur svarað, sjá hér. Niðurstöður frá fyrri árum eru aðgengilegar hér á heimasíðunni undir mati á skólastarfi.
Lesa meira
07.11.2017
Í dag, 8.
nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Við í Síðuskóla komum saman út á lóð í gærmorgun og mynduðum tvö hjörtu á lóðinni, annað var mótað af nemendum og hitt af
starsfólki inn í stóra hjartanu. Við vildum með þessu sýna að við í skólanum
stöndum saman gegn einelti af öllu tagi, erum góð hvert við annað og sýnum
virðingu í samskiptum. Með fréttinni fylgja nokkrar myndir sem teknar voru úr
lofti af þessu tilefni. Þær má sjá hér. Gunnar Björn Gunnarsson tók þessar skemmtilegu myndir.
Lesa meira
31.10.2017
Þriðjudaginn 31. október ætlar 10. bekkur að hafa böll fyrir nemendur 1. – 7. bekkjar í tilefni af hrekkjavöku.
Böllin verða sem hér segir:
Kl. 16:00 – 17:20 verða 1. og 2. bekkur
Kl. 17:30 – 18:50 verða 3. og 4. bekkur
Kl. 19:00 – 20:30 verða 5., 6. og 7. bekkur
Aðgangseyrir er kr. 500,- á öll böllin. Sjoppan verður einungis opin hjá 3. - 7. bekk. Yngstu krakkarnir, 1. og 2. bekkur, fá hins vegar popp og svala með sínum aðgangseyri.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Lesa meira
25.10.2017
Föstudaginn 27. október og mánudaginn 30. október er haustfrí í öllum grunnskólum Akureyrar. Frístund er opin fyrir þá sem skráðir eru til vistunar þar þessa daga.
Lesa meira
25.10.2017
Nú er nýlokið árlegu átaki Síðuskóla sem ber heitið Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Nemendur skráðu hvernig þeir ferðuðust í skólann og þær upplýsingar voru svo teknar saman og settar upp á vegg.
Lesa meira
24.10.2017
Erasmusverkefnið
Traces of Europe sem Síðuskóli er hluti af er nú hálfnað. Við erum í
samstarfi við skóla í Rúmeníu, sem sérhæfir sig í útikennslu, á Ítalíu, sem er
framarlega í upplýsingamennt, í Noregi, sem er mikið með sýnileika verkefna,
fjórði skólinn er í Póllandi þar sem við lærum „lært í gegnum leik“ Game
based learning, og svo erum við með Byrjendalæsið.Verkefnið gengur
nokkuð vel og nú stendur yfir innleiðing GBL eftir heimsókn okkar til
Póllands. Vonandi verða nemendur varir við það þegar á nóvember líður að
kennarar nýti það sem Pólland lagði til í verkefniið.Traces of Erope
verkefnið heldur áfram þar til vorið 2019 en þá lýkur verkefninu sem vonandi
skilur eftir sig einhverjar hugmyndir handa kennurum sem leiða til nýrra
kennsluhátta eða öðruvísi nálgunar á kennsluefnið.
Traces of Europe
merkið er utan á skólanum við innganginn í íþróttahúsið.
Lesa meira
23.10.2017
Í dag unnu nemendur og kennarar í 7. bekk að því að pakka gjöfum og góðgæti fyrir verkefnið jól í skókassa. Þetta er lokaspretturinn á þessu skemmtilega árvissa verkefni sem 7. bekkur Síðuskóla hefur unnið að síðustu ár. Svo á bara eftir að skila gjöfunum af sér. Nemendur og starfsfólk hafa síðustu vikur safnað saman varningi af ýmsu tagi til að setja í kassana. Þessu er síðan pakkað niður og merkt stelpu eða strák og svo viðeigandi aldri. Þeir fara síðan sem jólagjafir til fátækra barna í úkraínu. Hér má sjá myndir af innpökkun í dag.
Lesa meira
11.10.2017
Föstudaginn 13.
október er Bleiki dagurinn! Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu
með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein og klæðast bleiku þennan dag.
Stuðningur okkar allra skiptir
máli.
Lesa meira
10.10.2017
Nemendur í 1. bekk taka núna þátt í áhugaverðu verkefni sem
kemur frá Háskólanum á Akureyri. Það gengur út á að nemendur úr kennara- og
auðlindadeild háskólans koma í sex skipti og kynna náttúruvísindi fyrir
nemendum auk þess sem gerðar eru stuttar tilraunir. Fyrsti tíminn var í síðustu
viku og voru nemendur mjög áhugasamir og hlakka til að taka þátt í þessu
skemmtilega verkefni. Myndir úr fyrsta tímanum má sjá hér.
Lesa meira