Fréttir

Göngum í skólann hófst í dag

Göngum í skólann verkefnið hófst í dag en markmið þess er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Í tilefni þess gengu nemendur og starfsfólk Síðuskóla skólahringinn. 

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira

Gönguferð frestað

Við höfum tekið þá ákvörðun að fresta gönguferð sem átti að vera á morgun (miðvikudag 3. september) þar sem bætt hefur i úrkomuspá. Við munum fara í gönguferð jafnvel með stuttum fyrirvara næsta góðviðrisdag sem kemur.

Lesa meira

6.bekkur á veiðum með Húna

6. bekkur Síðuskóla slóst í för með Húna þriðjudaginn var, 26.ágúst. Farið er ár hvert með alla 6. bekki Akureyrar í fræðsluferð með Húna. Húni siglir með nemendur um Eyjafjörð, fræðir þau um allt mögulegt sem tengist sjóferðum og sögu bátsins. Einnig er farið yfir öryggi um borð, lífríki sjávar, söguna meðfram ströndinni og endað á því að renna fyrir fiski sem er svo grillaður og snæddur um borð. Einsog sjá má á myndum gerðu okkar nemendur afskaplega góða og skemmtilega ferð.

Sjá myndir hér

Og fleiri myndir hér :)

Lesa meira

Stafræn skóladagatöl aðgengileg foreldrum á Akureyri

Ný stafræn lausn er nú komin í notkun sem gerir foreldrum kleift að nálgast stafræna útgáfu af skóladagatölum allra leik- og grunnskóla á Akureyri. Lausnin er aðgengileg á vefslóðinni https://reiknivelar.akureyri.is/skoladagatol

Foreldrar geta valið einn eða fleiri skóla og hlaðið niður dagatölunum sem svokallaðri ICS skrá, sem opnast í öllum helstu dagatalsforritum, svo sem Outlook, Google Calendar og fleiri.

Með þessu móti geta foreldrar auðveldlega fylgst með helstu viðburðum skólaársins, eins og skipulagsdögum, vetrarfríum, skólaslitum og fleiru – og jafnvel fengið sjálfvirkar áminningar beint í símann eða tölvuna.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla

Í dag var Síðuskóli settur og mættu nemendur hressir og kátir aftur eftir sumarfrí. Ólöf skólastjóri setti skólann og ræddi stuttlega við nemendur um verkefni vetrarins og minnti á einkunnarorð skólans: Ábyrgð, virðing og vinátta sem eiga að vera endurspegla alla vinnu og veru í skólanum. Við erum ein stór fjölskylda í Síðuskóla, nemendur, starfsmenn og foreldrar, og megum öll vera einsog við erum.. "sumir einsog álfar og aðrir tröll.... saman við klífum fjöll".

Hér eru nokkrar myndir sem smellt var af á sal og inni í stofum.

 

 

 

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla haustið 2025

Síðuskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2025

Skólaslit Síðuskóla voru í gær við hátíðlegar athafnir. Fyrst hjá nemendum 1.-5. bekkjar. Svo hjá nemendum 6.-9. bekkjar og að lokum voru nemendur 10. bekkjar útskrifaðir í Glerárkirkju og fáeinir starfsmenn kvaddir sem láta af störfum. 5 ára útskriftarnemendur komu í heimsókn einsog hefð er fyrir og talaði Eva Wiium fyrir hönd þeirra til 10. bekkjar með góð orð í nesti fyrir komandi tíma. Boðið var uppá kaffi í Síðuskóla að útskrift lokinni og áttu gestir notalega stund saman þar. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Lesa meira

Líf og fjör síðasta skóladaginn :)

Í dag var síðasti skóladagurinn í Síðuskóla þetta skólaárið. Brugðið var á leik í allan morgun á öllum skólastigum, aðallega í húsi en 7. bekkur fór alla leið í miðbæinn í ratleik. Nemendur og starfsmenn fóru í ýmsa leiki, bæði fjöruga og rólega. Hér að neðan má fá innsýn inn í daginn hjá eftir skólastigum:

Yngsta stig

Miðstig

Unglingastig

Lesa meira

Verðandi 1. bekkingar í heimsókn

Það var stór stund hjá okkur í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í fylgd foreldra/forráðamanna, en 31 nemendur munu hefja skólagöngu í Síðuskóla í haust. Krakkarnir fóru í stofur með verðandi umsjónarkennurum og þroskaþjálfa, þeim Lilju, Öldu Ýr og Höllu Björgu. Á meðan fengu foreldrarnir fræðslu um skólann. Það var virkilega gaman að fá hópinn til okkar og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Sjá myndir hér.

Lesa meira

Styrkur til barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri

Í dag afhenti miðstig Síðuskóla styrk til barnadeildar SAK að upphæð 550.000.- Það var afrakstur söfnunar á Barnamenningarhátíðinni sem nemendur ásamt kennurum þeirra stóðu fyrir í lok apríl. Fulltrúi úr hverjum bekk afhentu Elmu Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í barnahjúkrun á barnadeild SAK. Slegin var upp smá vöffluveisla í lokin til að verðlauna nemendum þetta góða framtak. Elma Rún sagði upphæðina koma að mjög góðum notum því slíkar gjafir gerðu þeim kleift að kaupa búnað á deildina sem gerir dvölina fyrir börn og fjölskyldu þeirra ánægjulegri. Var nemendum þökkum kærlega þetta góða og fallega framtak.

Sjá myndir hér.

Lesa meira