Fréttir

Foreldrafélag Síðuskóla

Foreldrafélag Síðuskóla gaf skólanum nýtt og veglegt taflborð til afnota á bókasafni skólans. Það barst í liðinni viku og hefur þegar verið mikið nýtt af nemendum í frímínútum. Bókasafnskennari þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir hönd skólans og nemendanna fyrir þessa höfðinglegu og góðu gjöf. 

Hér má sjá myndir af því, það má snúa plötunni við og spila Lúdó :)

 

 

 

 

Lesa meira

Gleðileg Jól

Minnum á að Frístund er opinn 22. og 23. desember, 29. og 30. desember, Frístund er lokuð 2. janúar á skipulagsdegi. 
Beinn sími í Frístund er 461-3473.
Skrifstofan og skólinn er lokaður að öðru leyti þessa daga.
Bendum á tölvupóstfang skólans siduskoli@siduskoli.is 

Lesa meira

Litlu jól 2025

Hér er fjöldi mynda frá Litlu jólum Síðuskóla 2025. Við áttum notalega stund á sal þar sem við hlýddum á söng 2. bekkjar og sáum frumsamið jólaleikrit frá leiklistavali miðstigsins. Svo var dansað og sungið saman í íþróttasal Síðuskóla.

Gleðileg jól

Lesa meira

Árleg spurningakeppni unglingastigsins

Árlega er efnt til spurningakeppni milli árganga unglingastigsins. Í ár varði 9. bekkur naumlega titilinn frá því í fyrra. Sjá myndir hér

 

Lesa meira

Litlu jól Síðuskóla 2025

Litlu jólin verða föstudaginn 19. desember. Allir nemendur koma í skólann kl. 9.00 og fara heim um kl. 11.00. Dagskrá verður á sal þar sem nemendur í leiklistarvali á miðstigi sýna jólaleikrit og einnig er samvera í heimastofum. Að lokum hittast svo allir í íþróttasalnum og ganga saman í kringum jólatréð.

Frístund er opin þennan dag fyrir þá sem þar eru skráðir.

Lesa meira

Jólasöngsalur

Í morgun var árlegur jólasöngsalur þar sem Heimir leiddi nemendur og starfsfólk í gegnum okkar skemmtilegustu jólasöngva, svona til að koma okkur í jólagírinn fyrir helgi. Eins og sjá má á myndum var svaka stuð og stemning en líka ljúft og gaman í rólegri lögunum. Sjá má myndir hér.

Lesa meira

Jólaföndurdagur

Í dag var jólaföndurdagur í Síðuskóla. Allt hefðbundið starf er þá lagt til hliðar og við mætum í einhverju jólalegu í skólann og föndrum saman. Allir fengu heitt kakó og að leika sér í íþróttasalnum. Ýmislegt fallegt var föndrað sem ratar vonandi heim eða jafnvel í jólapakkann :) Hér eru myndir frá deginum sem sýnir vel hvað uppbrotið var kærkomið og skemmtilegt.

 

Lesa meira

20.000 hrósmiðahátíð

Í dag var haldin 20.000 hrósmiðahátíð en það er liður í SMT stefnu skólans. Nemendur fá svokallaða hrósmiða fyrir æskilega hegðun og fyrir að fylgja skólareglum. Þegar allir nemendur skólans hafa safnað saman 20.000 hrósmiðum er venja að halda hátið þar sem veitt er umbun sem nýtist öllum nemendum skólans. Í þetta sinn fengum við Eyþór Aron Wöhler, annan helming tónlistartvíeykisins Húbba Búbba, til að taka nokkur lög. Það er óhætt að segja að nemendur kunnu vel að meta þessa óvæntu heimsókn eins og sjá má á myndum.

Myndir og myndbönd frá 20.000 hrósmiðahátíð.

Lesa meira

Sjálfstætt líf

Karl Guðmundsson, starfsmaður á fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar, heimsótti 10. bekk Síðuskóla í vikunni með fræðslu sína Sjálfstætt líf. Þar miðlar Karl af reynslu sinni að vera með CP og þurfa aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Karl sagði frá lífi sínu, líkamlegri fötlun, helstu áskorunum og þeirri þjónustu sem hann nýtur í daglegu lífi. Nemendur sýndu fræðslunni áhuga og voru dugleg að spyrja spurninga. Við þökkum Karli kærlega fyrir komuna.

Hér má finna fleiri myndir frá heimsókninni.

 

Lesa meira

Ævar Þór rithöfundur kom í heimsókn

Í morgun fengum við afskaplega skemmtilega heimsókn. Ævar Þór Benediktsson rithöfundur og leikari heimsótti 4.-8. bekk og sagði okkur aðeins frá því sem hann hefur verið að fást við. Við þekkjum hann líka mörg sem vísindamann úr sjónvarpinu. Hann las að lokum uppúr nýjustu bók sinni og skildi okkur eftir í gríðarlegri spennu um hvað gerist svo næst ? Í lokin fengu krakkar að koma með tillögu um hvað þau myndu breyta í Síðuskóla ef þau væru skólastjórinn. Það komu nú ýmsar athyglisverðar tillögur fram, en fljótlega fóru nú líka margar að stangast á og getur orðið að risastóru veseni ef af yrði. Því ætli það sé ekki einmitt raunin fyrir Salvar skólastjóra hans góðu hugmyndir reynast kannski ekki alveg eins góðar í raun þegar til kemur en um það verðum við að lesa sjálf í bókinni :) 

Myndir frá í morgun

 

Lesa meira