Fréttir

Aðalfundur FOKS

Sælir foreldrar, forráðamenn og kennarar barna í Síðuskóla.

Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS verður haldinn fimmtudaginn 29. september klukkan 20 í stofu B7 (gengið inn um íþróttahús).


Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur félagsins lagður fram
4. Kosning í stjórn - núverandi stjórn gefur kost á sér áfram
5. Kosning í nefndir - vantar tvo nýja aðila í Skólaráð
6. Ákvörðun um árgjald félagsins
7. Önnur mál

Stjórn FOKS vonast til að sjá sem flesta á fundinum. Ef einhver hefur áhuga á að vera í skólaráði en kemst ekki á fundinn hafið endilega samband í tölvupósti á magneak@akmennt.is fyrir 29. september.

Kveðja, stjórn FOKS.

Lesa meira

Evrópski tungumáladagurinn er í dag

Í Síðuskóla eru nemendur af erlendum uppruna frá 16 löndum, þau tala 12 tungumál.
Hér má sjá hópinn þegar hann skundaði á Amtsbókasafnið á dögunum. Þar sáum við að safnið hefur heilmikið af barna- og unglingabókum til útláns sem eru á ýmsum tungumálum. Hópurinn var ánægður með ferðina og sammála um að það væri frábært að fá tækifæri til að komast í bækur á móðurmálinu.
Lesa meira

Nemendur á miðstigi gefa út skólablað

Í haust hafa nemendur í 5.-7. bekk unnið að skólablaði í vali á miðstigi undir handleiðslu Jóhönnu Ásmundsdóttur. Blaðið er virkilega skemmtilegt og ætti enginn að láta það framhjá sér fara.  

Hér má nálgast blaðið.

Njótið lestursins!

Lesa meira

Úrslit í keppninni Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Í gær komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd kynnti sig, Síðuskólasöngurinn var sunginn og veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla fengu Sóley Líf í 3. bekk, Karólína Hanna í 4. bekk, Aþena Vigdís í 4. bekk, Helenda Lind í 6. bekk, Hulda Rún í 7. bekk, Ásdís Hanna í 7. bekk og Máni Freyr í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2022 er Silja Ösp Logadóttir í 8. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslit í Ólympíuhlaupi ÍSÍ:
1.-4. bekkur
1. sæti    Grétar Rafn Leví
2. sæti   Auðun Aron
3. sæti  Tristan Andri
5.-7. bekkur
1. sæti   Arna Lind og Rúnar Orri
2. sæti  Þóra Margrét
3. sæti  Halla Marín, Patrekur og Vilhjálmur Jökull
8.-10. bekkur
1. sæti  Reynir Kató
2. sæti Daníel
3. sæti Ármann Gunnar
Einnig fékk 7. bekkur viðurkenningu fyrir besta meðaltíma, öllum árganginum var boðið í ávaxta- og ísveislu. 

 

Hér má finna myndir.

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í dag fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla.  Áður en hlaupið hófst var hitað upp með Zumbadansi á skólalóðinni. Hlaupinn var "Síðuskólahringur" en hann er 2,2 km. Úrslit verða tilkynnt á sal næsta fimmtudag.

Hér má skoða myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

Haustfundir fyrir foreldra/forráðamenn

Þriðjudaginn 13. september kl. 14.30 fyrir 1.-5. bekk.

Þriðjudaginn 20. september kl. 14.30 fyrir 6.-10. bekk.

Byrjað verður á sal þar sem Nanna Ýr Arnardóttir verður með erindi um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna. Erindið verður u.þ.b. 30 mínútur og eftir það verður farið í kennslustofur barnanna með kennurunum.

 

[English]

Parent´s meetings are scheduled for 1st - 5th grade, on Tuesday, September 13 at 2:30 p.m. and for grades 6 - 10 on Tuesday, September 20 at the same time. 

The meetings will start in the school´s hall with a lecture given by Nanna Ýr Arnardóttir about sleep and sleeping habits of children and teenagers. After the lecture, parents go into their children's classrooms with the teachers and there the teachers will give an introduction to the classe´s winter projects. 

The meeting will end no later than 16:00.

We hope to see you all.

Lesa meira

Gönguferð í Krossanesborgir

Í dag fórum við í gönguferð í Krossanesborgir. Gengið var frá skólanum að bílastæðinu við upphaf göngustígsins í Krossanesborgir og þar fengu nemendur hressingu áður en lengra var haldið. Þrjár stöðvar voru á leiðinni þar sem nemendur gerðu hreyfiæfingar með starfsfólki og að endingu var stoppað var fuglaskoðunarhúsið í nesti áður en hringurinn var kláraður og gengið heim í skóla. Dagurinn var vel heppnaður þó þokan hafi fylgt okkur alla leið en allir stóðu sig vel og kláruðu gönguna glaðir í bragði. Hér má sjá nokkrar myndir.

Lesa meira

Gönguferð í Krossanesborgir miðvikudaginn 7. september.

Við munum fara í gönguferð um Krossanesborgir miðvikudaginn 7. september. Nemendur mæta í skólann kl. 8.10 og lagt verður af stað kl. 8.30.  Þessi dagur er uppbrotsdagur á skóladagatali þannig að skóla lýkur kl. 13.15, þeir nemendur sem eru skráðir í Frístund fara þangað. 

[English]

Outdoor day at Síðuskóli

 An outdoor day is scheduled for Wednesday, September 7, 2022, weather permitting.

All the students and staff will walk in the Krossanesborgir area. 

There will be no traditional teaching on this day.

Attendance at the school is at 8:10 for everyone. 

All students must bring a nutritious packed lunch and dress according to the weather.

The trip is free for students!

The school day ends at 1:15 pm for all grades and food is available after returning back to school for those who are registered for food on this day. Those students who are supposed to be in Frístund go there.

We really hope that this will work out and that the weather will be good for us so that we can enjoy the outdoors on this day!

Staff at Síðuskóli

 

Lesa meira

Skólasetning

Síðuskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur kl. 9:00.
6. - 10. bekkur kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu.

Lesa meira

Sumarkveðja

Nú er skólaárið á enda og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju miðvikudaginn 3. ágúst og skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst.

Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.

Lesa meira