Fréttir

Snjallvagninn í Síðuskóla

Snjall­vagn­inn er fræðslu­verk­efni sem ferðast á milli grunn­skóla út um allt land til að vekja nem­end­ur til um­hugs­un­ar um hegðun sína og líðan á net­inu. Það er enginn annar en Lalli töframaður sem sér um fræðslu Snjallvagnins en hann notar meðal annars til þess töfra og létt glens.

Hér má sjá nokkrar myndir frá fræðslunni. 

Lesa meira

Fullt út úr húsi á Barnamenningarhátíð í Síðuskóla

Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram þessa dagana og liður í henni er Góðgerðar- og menningarkaffihús sem 5. bekkur Síðuskóla hélt í dag. Þar seldu nemendur muni sem þeir hafa búið til undanfarnar vikur ásamt því að flytja tónlistar- og dansatriði. Á kaffihúsinu var boðið upp á veitingar sem nemendur bjuggu sjálfir til. Stórgóð mæting var og nánast fullt út úr dyrum. Nemendur munu á næstunni fara í heimsókn á Barnadeild SAK og færa þeim ágóðann.

Við erum stolt af okkar fólki, bæði nemendum og starfsfólki. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra aðstoð og öllum gestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!

Hér má sjá fleiri myndir.

Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna

Á hverju vori er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Nemendur fylla út kjörseðil og skila á bókasafnið.

Barnabókavörður Amtsbókasafnsins safnar saman öllum kjörseðlum frá skólum á Akureyri og dregur út einn heppinn þátttakanda í hverjum skóla.

Að þessu sinni var það Óliver Örn Stefánsson í 3. bekk sem hafði heppnina með sér og fékk fallega og fróðlega bók um líkamann að launum.

Lesa meira

Nemendur í 5. bekk með Góðgerðar- og menningarkaffihús á Barnamenningarhátíð

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, verður 5. bekkur með Góðgerðar- og menningarkaffihús hér í Síðuskóla milli klukkan 16:00 og 18:00. Þar verður boðið upp á kaffi og djús, dansatriði og tónlistaratriði sem og andlitsmálningu fyrir börn. Hægt verður að kaupa meðlæti með kaffinu á vægu verði auk listmuna sem nemendur hafa verið að vinna að. Nemendur munu síðan afhenda Barnadeild SAK ágóðann af sölunni. Við hvetjum öll til að mæta!

 Hér er að finna hlekk á viðburðinn.

Lesa meira

Páskafrí

Í dag var síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og vonum að páskaleyfið verði ánægjulegt.
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Útivistardagur í dag samkvæmt áætlun

Það er þokkalegt veður og útivistardagur í dag samkvæmt áætlun. 

The weather is reasonable for outdoor activities today and we are going to Hlíðarfjall.

Lesa meira

Blakmót í unglingadeild

Í morgun var blakmót hjá nemendum í 8.-10. bekk. Hér má sjá myndir frá mótinu.

 

Lesa meira

Úrslit í 100 miða leiknum

Frá 19. febrúar til 1. mars sl. var 100 miða leikurinn í gangi hjá okkur í skólanum. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun. Einhverjir tveir starfsmenn fá fimm miða hvor á degi hverjum til að úthluta. Miðarnir eru settir á sérstaka töflu á ganginum og nöfn nemendanna skráð í bók. Nemendur draga miða með númeri sem ræður því hvar miðinn þeirra lendir á töflunni. Í lokin eru tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fá þeir verðlaun hjá skólastjóra sem enginn veit um hver eru nema hann. Í ár var röðin sem endar á 0 (þ.e. 10, 20,…) lóðrétt valin og í henni voru: Emma Rakel í 8. bekk, Snorri Karl í 7. bekk, Sunna María í 4. bekk, Friðrik Máni í 8. bekk, Jana Lind í 9. bekk, Alexandra Guðný í 6. bekk, Líf í 2. bekk, Óliver Örn í 3. bekk, Alexander Ægir í 1. bekk og Marinó Steinn í 9. bekk. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá mynd af verðlaunahöfunum í morgun. Við óskum þessum 10 nemendum innilega til hamingju. Á morgun verða svo verðlaunin veitt, en þau eru ferð á Hjalteyri þar sem farið verður í klifur hjá 600klifur. Á myndinni með fréttinni má sjá sigurvegarana með Ólöfu skólastjóra og hér má sjá myndir frá ferðinni á Hjalteyri. Til hamingju öll!

Lesa meira

Starfamessa

Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Síðuskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

 

Lesa meira

Öskudagsball/búningaball fyrir 1.-7. bekk fimmtudaginn 29. febrúar

Búningaball 29. febrúar 2024
Öskudagsball (búningaball) verður í Síðuskóla, fimmtudaginn, 29. febrúar, gengið inn hjá íþróttahúsinu.
1.-4. bekkur kl. 17:00-18:30 
5.-7. bekkur kl. 19:00-21:00
Það kostar 500 krónur inn á ballið. Ágóði ballsins rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Sjoppa verður á staðnum.
Verðlaun fyrir besta búninginn.
 
A costume ball will be held in Síðuskóli on February 29th, walk in next to the gymnasium.
1.-4. class at 17:00-18:30
5.-7. class at 19:00-21:00
It costs ISK 500 to enter the ball. The profit goes to the travel fund for the 10th graders.
There will be a shop where the kids can buy some candy and drinks. 
Prize for best costume.
 

 

Lesa meira