Fréttir

Skólaslit Síðuskóla 2020

Síðuskóla var slitið við hátíðlega athöfn þann 5. júní. Alls útskrifuðust 34 nemendur úr skólanum, þar af þrír úr 9. bekk. Um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur. Hér er að finna myndir.

 
Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Hér má skóladagatal næsta skólaárs.

Lesa meira

Skólaslit 2020

Kl. 9:00: 1.-4. bekkur, mæting í heimastofur og farið saman á sal.
K. 10:00: 5.-9. bekkur, mæting í heimastofur og farið saman á sal.
Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans á sal. Á eftir fara nemendur í sínar heimastofur, fá vitnisburðarblöð og kveðja sína umsjónarkennara.
Kl. 15:00: útskrift hjá 10. bekk.

Lesa meira

Viðurkenningar fræðsluráðs

Í gær voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn og þrír nemendur Síðuskóla viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi sínu og störfum. Starfsmennirnir eru þau Einar Magnús Einarsson tölvuumsjónarmaður og Torfhildur Stefánsdóttir og nemendurnir þau Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, Kári Hrafn Víkingsson og Ísabella Sól Hauksdóttir. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með viðurkenningarnar, en myndin sem fylgir fréttinni var tekin í gær af verðlaunahöfunum að lokinni athöfn.

Lesa meira

Verðandi 1. bekkur í heimsókn

Í gær, 2. júní, komu verðandi 1. bekkingar í skólann í fylgd foreldra sinna. Foreldrarnir fengu fræðslu um skólann frá Ólöfu skólastjóra á meðan nemendurnir fóru í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hóp verðandi nemenda skólans, en hér má sjá myndir frá gærdeginum.

Lesa meira

Heimsókn á Listasafnið

Vettvangsferðir eru hluti af skólastarfinu hjá okkur í Síðuskóla og brjóta upp starfið á skemmtilegan hátt. Nýlega fóru nemendur úr 3. bekk í heimsókn á Listasafnið á Akureyri og unnu þar verkefni ásamt því að skoða 4 listasýningar. Starfsmenn þar höfðu á orði að þau hefðu verið áhugasöm, hugmyndarík og fróðleiksfús. Flottir fulltrúar skólans þar á ferð!

Lesa meira

Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Settur var reykur á D gang og brunakerfið sett í gang. Rýmingin gekk vel þó alltaf komi upp atriði sem þarf að skerpa á, en tilgangur svona æfingar er m.a. að finna út hvað má betur fara. Eitt af því sem kennarar gera þegar nemendur eru komnir í raðir á söfnunarsvæði er að halda uppi spjöldum sem gefa til kynna hvort allir séu komnir eða einnhverra sé saknað. Í morgun voru nokkur spjöld rauð vegna veikinda nemenda sem ekki höfðu verið tilkynnt. Því er gott að minna á að nauðsynlegt er að tilkynna veikindi nemenda á hverjum morgni fyrir kl. 8:00. Myndir frá æfingunni má sjá hér.

Lesa meira

Heimsókn í 3. bekk

Í dag fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en Maron frá slökkviliðinu kom til okkar. Hann Snorri Karl Steinarsson í 3. bekk var dreginn út í árlegri eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Hann var að vonum glaður með vinninginn og óskum við honum kærlega til hamingju. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Krakkarnir í 7. bekk eru þessa dagana í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. 
 

Ferðin hefur verið viðburðarík og fjölbreytt í alla staði. Hér er að finna nokkrar myndir úr ferðinni. 

 
 
Lesa meira

Söngsalur með fjarfundasniði

Í morgun var söngsalur með óhefðbundnu sniði hjá okkur. Þar sem enn eru í gildi takmarkanir sem ná til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman var ákveðið að senda sönginn út í stofurnar með fjarfundasniði. Ívar Helgason kom og spilaði undir á sal, þar sem enginn nemandi var. Þess í stað var myndavél sem sendi mynd og hljóð í alla árganga. Tilraunin heppnaðist mjög vel og voru allir ánægðir að fá að syngja, þó flestir hlakki til að geta safnast saman á sal skólans og sungið með öllum nemendum og starfsfólki þegar takmarkanirnar verða að baki. Hér má sjá myndir frá söngsalnum í morgun.

Lesa meira