Fréttir

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag, þriðjudaginn 2. mars, var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 10 nemendur úr 7. bekk sem komust höfðu áfram úr forvali. Allir lesararnir stóðu sig vel og eru svo sannarlega reynslunni ríkari eftir þátttökuna. Tveir aðalfulltrúar voru valdir auk eins varafulltrúa til að taka þátt í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri 10. mars næstkomandi. Fulltrúar Síðuskóla í ár eru Nadía Ósk Sævarsdóttir, Reginn Ólafur Egilsson og  Sigurhanna Sigmarsdóttir til vara. Dómarar voru þau Helga Halldórsdóttir deildarstjóri í Glerárskóla og Bragi Bergmann kennari við Síðuskóla. Hér má sjá myndir frá keppninni.

 
Lesa meira

Samsýningin Sköpun bernskunnar opnar - Síðuskóli tekur þátt

Laugardaginn 20. febrúar kl. 12-17 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2021 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er áttunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva, skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Þátttakendurnir vinna verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er Gróður jarðar. Kl. 15-16 verður boðið upp á listsmiðju fyrir börn tengda sýningunni.  

Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Eggert Pétursson og Guðbjörg Ringsted. Þau eru bæði landsþekkt fyrir málverk sín þar sem blóm og jurtir eru uppistaðan. Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Iðavellir og grunnskólarnir Glerárskóli, Síðuskóli og Giljaskóli, sem og Minjasafnið á Akureyri / Leikfangahúsið 

Leikskólabörnin vinna sín verk á Listasafninu undir handleiðslu Guðbjargar Ringsted og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur, fræðslufulltrúa og sýningarstjóra. Myndmenntakennarar grunnskólanna sem taka þátt stýra þeirri vinnu sem unnin er sérstaklega fyrir sýninguna, í samstarfi við nemendur.

Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

Athugið að engin formleg opnun verður en frítt verður inn á opnunardaginn.

 

Lesa meira

Vinningshafi í eldvarnargetraun.

Fyrir helgina fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en Maron frá slökkviliðinu kom til okkar. Hún Alexandra Guðný í 3. bekk var dregin út í árlegri eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Hún var að vonum glöð með vinninginn og óskum við henni kærlega til hamingju. Hér er að finna myndir.

Lesa meira

Bókasafnsmolar

Hér er að finna fréttir frá bókasafninu.

https://www.smore.com/kzan7

Lesa meira

Skipulagsdagur á morgun, þriðjudaginn 26. janúar

Við minnum á skipulagsdaginn á morgun, þriðjudaginn 26. janúar. Engin kennsla er í skólanum þennan dag.

Lesa meira

Stúlkan í turninum.

Síðastliðinn miðvikudag fóru nemendur í 4. – 6. bekk í Hof og sáu sýninguna Stúlkan í turninum sem er tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sögumaður var höfundurinn Snorri Sigfús Birgisson. Menningarhúsinu Hofi var skipt upp í sóttvarnarhólf og var því ítrustu sóttvörnum fylgt og með þeim hætti hægt að koma nemendum í þessum þremur bekkjum fyrir á einni sýningu. Það var sannarlega kærkomin breyting að fá að njóta svona viðburðar eftir að hafa verið með starfið hólfaskipt hluta af haustönninni. Nemendur skemmtu sér hið besta og hérna má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.

Lesa meira

Sköpun bernskunnar

Nemendur í 4. bekk Síðuskóla taka þátt í sýningunni Sköpun bernskunnar sem opnar 20. febrúar nk. á Listasafninu á Akureyri. Sýningin höfðar sérstaklega vel til skólabarna, enda sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun barna. Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem vinna verk sem falla að þema sýningarinnar. Þemað að þessu sinni er Flóra Íslands.  

Hér sjáið þið myndir af áhugasömum nemendum í 4. bekk við listsköpun fyrir sýninguna.

Lesa meira

Skólaár hefst að nýju

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum samstarfið á nýliðnu ári. Á morgun, 5. janúar, munum við hefja skólastarf að nýju. Nemendur mæta í skólann skv. stundaskrá og ganga inn um sína hefðbundnu innganga. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfs barst foreldrum í pósti í dag frá skólastjóra.

Lesa meira

Litlu jólin 2020

Litlu jólin voru með öðru sniði hjá okkur þetta árið, hver árgangur hélt litlu jólin í sínum heimastofum. Dagskrá var á sviðinu sem varpað var rafrænt út í stofurnar. Ólöf skólastjóri með stutt ávarp, nemendur spiluðu nokkur jólalög og jólaleikrit 6. bekkjar var sýnt. 

Hér má sjá myndir.

Lesa meira